Renault staðfestir viðræður við Alonso

Alonso tók í gærkvöldi við athöfn í Mónakó við verðlaunum …
Alonso tók í gærkvöldi við athöfn í Mónakó við verðlaunum fyrir þriðja sæti í keppni ökuþóra í ár. ap

Renaultliðið hefur staðfest að það eigi í viðræðum við Fernando Alonso um að hann snúi aftur til liðsins og keppi fyrir það. Jafnvel er búist við að saman gangi um eða upp úr helginni.

„Við erum í sambandi við Fernando Alonso. Samningaviðræður eru í gangi en er ólokið,“ sagði fulltrúi Renault við frönsku fréttastofuna AFP í gær.

Með þessu brást hann við fréttum spænskra fjölmiðla sem sögðu í gær, að tilkynnt yrði á mánudag um ráðningu Alonso til McLaren. Hermt er að sú málamiðlun hafði náðst, að Alonso geri tveggja ára samning sem feli þó í sér möguleika á að hann losni eftir eitt ár nái liðið ekki tilteknum árangri.

Lengi hefur þótt liggja í loftinu að Alonso myndi semja við Renault eftir að hann yfirgaf McLaren eftir aðeins eitt ár af þremur sem hann hafði samið um að keppa fyrir enska liðið. Málaferli Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) á hendur Renault vegna meintra njósna urðu til þess að samningum var frestað.

Öllum hindrunum í vegi þess að Alonso fari til Renault var rutt úr vegi í fyrrakvöld er FIA ákvað að refsa ekki liðinu fyrir njósnir þótt sekt hafi verið fundið af þeim.

Alonso var liðsmaður Renault frá 2002 til 2006, fyrsta árið sem reynsluökumaður en síðan keppnisþór í fjögur ár, 2003-2006. Með liðinu varð hann heimsmeistari ökuþóra 2005 og 2006.

Báða titla sína vann Alonso sem ökuþór Renault.
Báða titla sína vann Alonso sem ökuþór Renault.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert