Heikki Kovalainen mun keppa við hlið Lewis Hamilton hjá McLaren á næsta ári, að því er liðið staðfesti í dag. Pedro de la Rosa verður þriðji ökuþór liðsins en valið um arftaka Fernando Alonso stóð síðustu daga milli þeirra Kovalainen.
Kovalainen er sagður hafa gert langtímasamning við liðið en hann er þriðji Finninn til að keppa fyrir það á nokkrum árum; forverar hans eru Mika Häkkinen og Ki mi Räikkönen.
Hann vakti athygli fyrir góð tilrþrif á jómfrúarvertíð sinni í formúlu-1 í ár með Renault. Hæst bar japanski kappaksturinn þar sem hann varð í öðru sæti. Hann entist flestum öðrum betur á brautinni og var lokamótið í Sao Paulo hið eina sem hann komst ekki alla leið á mark í.
Stjórnendur McLaren binda miklar vonir við Kovalainen og vona að hann veiti Hamilton harða keppni og að saman muni þeir skila liðinu góðum árangri.