McLaren ræður Kovalainen

Kovalainen í einkennisklæðum McLaren í bílsmiðju liðsins í dag.
Kovalainen í einkennisklæðum McLaren í bílsmiðju liðsins í dag. mbl.is/mclarenf1

Heikki Kovalain­en mun keppa við hlið Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en á næsta ári, að því er liðið staðfesti í dag. Pedro de la Rosa verður þriðji ökuþór liðsins en valið um arf­taka Fern­ando Alon­so stóð síðustu daga milli þeirra Kovalain­en.

Kovalain­en er sagður hafa gert lang­tíma­samn­ing við liðið en hann er þriðji Finn­inn til að keppa fyr­ir það á nokkr­um árum; for­ver­ar hans eru Mika Häkk­in­en og Ki mi Räikkön­en.

Hann vakti at­hygli fyr­ir góð tilrþrif á jóm­frú­ar­vertíð sinni í formúlu-1 í ár með Renault. Hæst bar jap­anski kapp­akst­ur­inn þar sem hann varð í öðru sæti. Hann ent­ist flest­um öðrum bet­ur á braut­inni og var loka­mótið í Sao Pau­lo hið eina sem hann komst ekki alla leið á mark í.

Stjórn­end­ur McLar­en binda mikl­ar von­ir við Kovalain­en og vona að hann veiti Hamilt­on harða keppni og að sam­an muni þeir skila liðinu góðum ár­angri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert