Räikkönen ánægður eftir frumaksturinn

Kimi Räikkönen var ánægður eftir frumakstur 2008-bíls Ferrari í Fiorano-brautinni á Ítalíu í dag. Þoka grúfði yfir  brautinni er hann hóf akstur í morgun og kalt var í veðri, en aðstæður bötnuðu er á daginn leið.

Alls ók Räikkönen 55 hringi í brautinni yfir daginn og besti hringurinn  mældist 1:00,897 mínútur, en undir bílnum voru regndekk vegna aðstæðna.

„Fyrstu áhrif af nýja bílnum eru mjög jákvæð, ég held við þurfum ekkert að bæta hann sem stendur. Það komu upp viss vandamál og eftir er að prófa hann á þurrdekkjum, en tilfinningin er góð. Við fáum frekari tækifæri í næstu viku til að sjá hvernig hann hegðar sér.

Ég hef ekki mikið við að miða, get bara borið hann saman við bílinn í fyrra. Hann er meðfærilegur án spyrnustýringar. Veðrið hefði getað verið hagstæðara í dag, en það var virkilega gaman að keyra þennan bíl,“ sagði Räikkönen.

Räikkönen við frumakstur 2008-bílsins í Fiorano.
Räikkönen við frumakstur 2008-bílsins í Fiorano. ap
Þoka var er Räikkönen hóf frumakstur 2008-bílsins í Fiorano í …
Þoka var er Räikkönen hóf frumakstur 2008-bílsins í Fiorano í dag. ap
Räikkönen frumekur 2008-bíl Ferrari.
Räikkönen frumekur 2008-bíl Ferrari. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert