Schumacher stýrir bílþróun Ferrari

Schumacher við stjórnborð Ferrari í Monza, ásamt Jean Todt liðsstjóra.
Schumacher við stjórnborð Ferrari í Monza, ásamt Jean Todt liðsstjóra. ap

Samkomulag hefur loks tekist um hvert hlutverk Michaels Schumacher innan Ferrariliðsins skuli vera. Hann verður yfir bílþróunardeild liðsins. Frá þessu segir hann við ítalska íþróttadagblaðið Gazetta dello Sport.

Staðið hefur á að skilgreina það frá því Schumacher hætti keppni í vertíðarlok 2006 hvert hið afmarkaða hlutverk hans yrði. „Það tók okkur nokkurn tíma að koma þessu á hrein, en hlutverk mitt hjá Ferrari er nú ljóst; við urðum að finna út hvar nærvera mín gagnaðist best.

Ég mun fást við bílþróun keppnisliðsins. Við höfum ekki lagt niður þá daga sem ég mun aka bílnum, ekkert er fastbundið. Við munum vega og meta það miðað við stöðu mála hverju sinni. Þurfi liðið á mér að halda væri gaman að keyra, en ekki of oft,“ segir Schumacher.

Í fyrra var hlutverki Schumacher lýst sem svo að hann væri ráðgjafi hjá  Ferrari. Hann var viðstaddur nokkur mót og aðstoðaði þá liðsstjórann Jean Todt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert