Litlu munaði á Finnunum

Räikkönen gefur skýrslu um aksturinn í Valencia.
Räikkönen gefur skýrslu um aksturinn í Valencia. ap

Kimi Rä­ikk­önen á Ferr­ari lauk bílpróf­unum í vi­kunni með því að setja hraðasta hring dags­ins í Va­lencia á Spáni í dag. Var hann þó aðeins 17 þúsundustu úr sek­úndu fljótari en landi hans Heikki Kova­lainen hjá McLar­en.

Árang­ur Kazu­ki Nakaj­ima, sem setti fjórða besta tím­ann, undi­rst­rikar sty­rk hins nýja Williams­bíls. Var þetta fy­rsti dag­ur hans í bí­lnum og sló hann m.a. Lew­is Ha­milt­on á McLar­en við.

Miðað við árang­ur Roberts Ku­bi­ca virðist BMW-bíllinn að taka við sér en liðsf­élagi hans Nick Heid­f­eld ók í dag um­brey­ttum bíl frá í fy­rra. Giancarlo Fis­i­c­hella gl­addi liðsm­enn sína hjá For­ce Ind­ia (Mætti Indlands) með tí­unda besta tím­anum af 17.

Mark Webber varð að hætta akstri er í ljós kom sprunga í undi­rva­gni RB4-bíls Red Bull. Var hún þess eðlis að ekki var unnt að gera við hana. Fram að því sagði Webber að bíllinn hafi verið mun betri en í gær en ski­pt var í mor­g­un um hluta yf­i­r­by­gg­ing­arinnar krin­gum stjórn­klefann.

Jens­on Butt­on tók við akstri nýju Hond­unnar af Rubens Barri­c­hello og ók 76 hrin­gi en var neðarlega á blaði.

Niðurstaða æfing­arinnar í dag varð ann­ars sem hér seg­ir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Hri.
1. Rä­ikk­önen Ferr­ari 1:11.189 88*
2. Kova­lainen McLar­en 1:11.206 89*
3. Massa Ferr­ari 1:11.831 96*
4. Nakaj­ima Williams 1:11.971 107*
5. Ha­milt­on McLar­en 1:11.994 84*
6. Ku­bi­ca BMW 1:12.095 78*
7. Vet­t­el Toro Rosso 1:12.109 95
8. Heid­f­eld BMW 1:12.526 105
9. Gl­ock Toy­ota 1:12.600 39*
10. Fis­i­c­hella For­ce Ind­ia 1:12.705 62
11. Pi­q­uet Renault 1:12.949 93*
12. Bourd­ais Toro Rosso 1:12.973 89
13. Webber Red Bull 1:13.060 91*
14. Trulli Toy­ota 1:13.133 15*
15. Hu­lk­en­berg Williams 1:13.306 74
16. Butt­on Honda 1:13.689 76*
17. Kog­u­re Honda 1:15.703 25
*2008 bíll
Kubica á ferð í Valencia í dag. Nýstárlegir vængir rísa …
Ku­bi­ca á ferð í Va­lencia í dag. Nýst­árleg­ir væng­ir rísa upp af trjónunni. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert