Kimi Räikkönen á Ferrari lauk bílprófunum í vikunni með því að setja hraðasta hring dagsins í Valencia á Spáni í dag. Var hann þó aðeins 17 þúsundustu úr sekúndu fljótari en landi hans Heikki Kovalainen hjá McLaren.
Árangur Kazuki Nakajima, sem setti fjórða besta tímann, undirstrikar styrk hins nýja Williamsbíls. Var þetta fyrsti dagur hans í bílnum og sló hann m.a. Lewis Hamilton á McLaren við.
Miðað við árangur Roberts Kubica virðist BMW-bíllinn að taka við sér en liðsfélagi hans Nick Heidfeld ók í dag umbreyttum bíl frá í fyrra. Giancarlo Fisichella gladdi liðsmenn sína hjá Force India (Mætti Indlands) með tíunda besta tímanum af 17.
Mark Webber varð að hætta akstri er í ljós kom sprunga í undirvagni RB4-bíls Red Bull. Var hún þess eðlis að ekki var unnt að gera við hana. Fram að því sagði Webber að bíllinn hafi verið mun betri en í gær en skipt var í morgun um hluta yfirbyggingarinnar kringum stjórnklefann.
Jenson Button tók við akstri nýju Hondunnar af Rubens Barrichello og ók 76 hringi en var neðarlega á blaði.
Niðurstaða æfingarinnar í dag varð annars sem hér segir:
Röð | Ökuþór | Bíll | Tími | Hri. |
---|---|---|---|---|
1. | Räikkönen | Ferrari | 1:11.189 | 88* |
2. | Kovalainen | McLaren | 1:11.206 | 89* |
3. | Massa | Ferrari | 1:11.831 | 96* |
4. | Nakajima | Williams | 1:11.971 | 107* |
5. | Hamilton | McLaren | 1:11.994 | 84* |
6. | Kubica | BMW | 1:12.095 | 78* |
7. | Vettel | Toro Rosso | 1:12.109 | 95 |
8. | Heidfeld | BMW | 1:12.526 | 105 |
9. | Glock | Toyota | 1:12.600 | 39* |
10. | Fisichella | Force India | 1:12.705 | 62 |
11. | Piquet | Renault | 1:12.949 | 93* |
12. | Bourdais | Toro Rosso | 1:12.973 | 89 |
13. | Webber | Red Bull | 1:13.060 | 91* |
14. | Trulli | Toyota | 1:13.133 | 15* |
15. | Hulkenberg | Williams | 1:13.306 | 74 |
16. | Button | Honda | 1:13.689 | 76* |
17. | Kogure | Honda | 1:15.703 | 25 |
*2008 bíll |