Ástralir vilja ekki kvöldmót

Frá keppni í Melbourne 2007, Giancarlo Fisichella á Renault á …
Frá keppni í Melbourne 2007, Giancarlo Fisichella á Renault á undan Nico Rosberg hjá Williams. mbl.is/renaultf1

Framkvæmdaraðilar ástralska kappakstursins segjast ekki reiðubúnir til að halda keppnina að kvöldi til eins og alráðurinn Bernie Ecclestone vill. Gildir einu, segja þeir, þótt það kunni að leiða til þess að þeir verði af mótinu.

Ecclestone sagði um helgina að framtíð kappakstursins í Melbourne væri í hættu ef hann færi ekki fram á hentugum útsendingartíma fyrir evrópskar sjónvarpsstöðvar.

„Eigi mótshald að halda áfram í Melbourne verður kappaksturinn að fara fram að kvöldi til. Það er eini kosturinn,“ sagði hann við ástralska blaðið  Sunday Telegraph.

„Við viljum ekki verða af mótinu, en við kostum ekki heldur hverju sem er til að halda í það. Þetta tvennt togast á,“ sagði  Tim Holding, ferðamálaráðherra Ástralíu við blaðið The Age.

Keppt hefur verið í formúlu-1 í Ástralíu undanfarin 23 ár. Núverandi samningur um mótshald í Melbourne rennur út árið 2010.

Albertsgarður í Melbourne. Renault Heikki Kovalainen er agnarlítill í samanburði …
Albertsgarður í Melbourne. Renault Heikki Kovalainen er agnarlítill í samanburði við skýjakljúfana. mbl.is/renaultf1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert