Kimi Räikkönen hjá Ferrari hefur vakið athygli fyrir mikinn hraða við bílprófanir í Barein síðustu daga. Í því sambandi hefur verið gripið til líkinga á borð við þær, að hann sé líkast því að vera í öðru sólkerfi. Hefur hann ekið mun hraðar en brautarmetin hljóða upp á.
Í fyrradag, mánudag, ók Räikkönen á betri tíma en ráspólstíma síðasta árs. Í gær bætti hann svo aldeilis um betur með því að aka hringinn á tveimur sekúndum betri tíma þegar hann æfði tímatökur kappaksturs.
Betri brautartími hafði aldrei náðst í Sakhir-brautinni í Barein. En afrek var svo slegið í dag, af Räikkönen sjálfum! Besti hringur hans í dag mældist 1:30,455 mínútur eða sekúndubroti betri tími í gær. Er það ríflega tveimur sekúndum betri tími en ráspólstíminn í Barein frá í fyrra.
Felipe Massa mætti til leiks í Barein í dag og tók við akstri af tilraunaþórnum Luca Badoer.
Toyotaliðið hefur einnig verið að í Barein fyrstu þrjá daga vikunnar og lauk sínum prófunum í dag. Sáu Jarno Trulli og tilraunaþórinn Kamui Kobayashi um aksturinn í dag. Báðir prófuðu sig m.a. áfram með uppsetningar.
Trulli var ánægður með daginn og sagði engin tæknileg vandamál hafa komið upp. Í gær glímdi Toyota við gírkassabilun í báðum bílum. „Allt gekk vel í dag og við höfum tekið framförum hér. Mikið verk er þó óunnið við að þróa bílinn frekar,“ sagði hann.
Bæði liðin verða áfram í Barein en ný bílprófanalota hefst þar nk. laugardag.
Niðurstaða æfinganna í dag var sem hér segir:
RöðÖkuþórbílltímiHri.1.RäikkönenFerrari1:30.455742.MassaFerrari1:31.293723.TrulliToyota1:32.145974.KobayashiToyota1:32.26553
Í gær, þriðjudag, varð niðurstaðan í Barein sem hér segir:
RöðÖkuþórbílltímiHri.1.RäikkönenFerrari1:30.595772.Badoer Ferrari1:32.230643.Glock Toyota 1:32.889714.Trulli Toyota1:33.37960
Í fyrradag, mánudag, varð niðurstaðan í Barein sem hér segir:
RöðÖkuþórbílltímiHri.1.RäikkönenFerrari1:32.079682.Badoer Ferrari1:33.323723.Glock Toyota1:33.418724.KobayashiToyota1:33.65662