Hamilton fær Lárus

Hamilton með Lárusinn í Pétursborg í kvöld.
Hamilton með Lárusinn í Pétursborg í kvöld. ap

Lewis Hamilton hjá McLaren hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu hinna svonefndu Lárusarverðlauna, sem eru nokkurs konar viðurkenning fyrir íþróttamann heimsins. Féllu þau tennisleikaranum Roger Federer í skaut fjórða árið í röð.

Hamilton var valinn til framrásar- eða tímamótaviðurkenningar Lárusins, en verðlaunin voru veitt við athöfn í Pétursborg í Rússlandi í kvöld.

Kimi Räikkönen var einn hinna tilnefndu til viðurkenningarinnar sem íþróttamaður heimsins 2007. Hann var ekki viðstaddur athöfnina og heldur ekki fulltrúi Ferrari, sem tilnefnt var sem lið ársins.

Þá viðurkenningu hreppti ruðningslið Suður-Afríku sem vann heimsmeistarakeppnina í rúgbí í Frakklandi sl. haust.

Undanfarin ár hafa Lárusarverðlaunin verið afhent við athöfn í Mónakó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert