Kristján Einar ráðinn til bresks formúluliðs

Kristján Einar með aðstoðarmönnum hjá Carlin í Pembrey í Wales.
Kristján Einar með aðstoðarmönnum hjá Carlin í Pembrey í Wales.

Kristján Ein­ar Kristjáns­son, Íslands­meist­ari í körtuakstri, kepp­ir í ár í bresku formúlu-3 mót­un­um. Um ráðningu hans til Carlin Motor­sport liðsins breska verður til­kynnt form­lega á morg­un, þriðju­dag, sam­kvæmt heim­ild­um formúlu­vefjar mbl.is.

Kristján Ein­ar keppti í Toyota­formúlu í Nýja Sjálandi í janú­ar sl. og var það liður í und­ir­bún­ingi hans fyr­ir formúlu-3. Dugði frammistaða hans þar til að sann­færa for­svars­menn Carlin um að ráða hann. Kristján tek­ur á morg­un  þátt í fyrstu form­legu æf­ingu formúl­unn­ar sem fram fer í Pembrey-braut­inni í Wales.

Breska formúla-3 skipt­ist í tvo flokka, alþjóðaflokk og lands­flokk, sem keppa sam­an.  Talið var að síðar­nefndi flokk­ur­inn væri betri áskor­un og besta mótaröðin fyr­ir Kristján Ein­ar að byrja í.

Þess má geta að Vikt­or Þór Jen­sen keppti í þess­um sama flokki í fyrra með liðinu Alan Dock­ing. Hann vann eitt mót­anna og áform­ar að keppa í alþjóðaflokkn­um  í ár. Þeir Kristján Ein­ar eiga því vænt­an­lega eft­ir að mæt­ast oft á kapp­akst­urs­braut­inni í ár.

Heimasíða Carlin-liðsins
Kristján Einar á ferð í formúlu-3 bílnum í Pembrey í …
Kristján Ein­ar á ferð í formúlu-3 bíln­um í Pembrey í Wales. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert