Alonso segir Renault standa langt að baki

Alonso segir Renault eiga langt í land í toppslaginn.
Alonso segir Renault eiga langt í land í toppslaginn. ap

Nú þegar aðeins þrjár vik­ur eru í fyrsta mót formúlu­vertíðar­inn­ar seg­ir Fern­ando Alon­so að 2008-bíll Renault sé eng­an veg­inn í stakk bú­inn til að keppa um sig­ur í mót­um.

Við spænsku frétta­stof­una EFE geng­ur Alon­so meir að segja svo langt að segja að ólík­legt sé að hann kom­ist á verðlaunap­all í fyrstu mót­um.

„Hvar stönd­um við? Tals­vert á eft­ir. Við erum ekki í stakk bún­ir að hafa roð við McLar­en, Ferr­ari eða BMW. Ferr­ari­menn standa best að vígi en þeir eru ekki í nein­um.

Við heyr­um aft­ur á móti hópi liða sem í eru m.a. Williams og Red Bull,“ sagði Alon­so þar sem hann er við bíl­próf­an­ir í Barcelona.

Alon­so til­tók BMW sér­stak­lega sem einn af þeim betri. „Þeir eru mjög hraðskreiðir. Þeir aka alltaf með full­an tank og eru að setja mjög góða braut­ar­tíma,“ sagði hann.

Alon­so seg­ir að á næst­unni muni Renault prófa nýj­an fram­enda á bíl­inn sem hann voni að auki hraða hans um fimmt­ung úr sek­úndu á hring eða svo. Hann seg­ir það hins veg­ar úr lausu lofti gripið að Renault muni  senn setja bylt­ing­ar­kennd­an w-laga aft­ur­væng á bíl­inn.

Alonso segir Renaultbílinn standa McLaren, Ferrari og BMW langt að …
Alon­so seg­ir Renault­bíl­inn standa McLar­en, Ferr­ari og BMW langt að baki. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka