Alonso segir Renault standa langt að baki

Alonso segir Renault eiga langt í land í toppslaginn.
Alonso segir Renault eiga langt í land í toppslaginn. ap

Nú þegar aðeins þrjár vikur eru í fyrsta mót formúluvertíðarinnar segir Fernando Alonso að 2008-bíll Renault sé engan veginn í stakk búinn til að keppa um sigur í mótum.

Við spænsku fréttastofuna EFE gengur Alonso meir að segja svo langt að segja að ólíklegt sé að hann komist á verðlaunapall í fyrstu mótum.

„Hvar stöndum við? Talsvert á eftir. Við erum ekki í stakk búnir að hafa roð við McLaren, Ferrari eða BMW. Ferrarimenn standa best að vígi en þeir eru ekki í neinum.

Við heyrum aftur á móti hópi liða sem í eru m.a. Williams og Red Bull,“ sagði Alonso þar sem hann er við bílprófanir í Barcelona.

Alonso tiltók BMW sérstaklega sem einn af þeim betri. „Þeir eru mjög hraðskreiðir. Þeir aka alltaf með fullan tank og eru að setja mjög góða brautartíma,“ sagði hann.

Alonso segir að á næstunni muni Renault prófa nýjan framenda á bílinn sem hann voni að auki hraða hans um fimmtung úr sekúndu á hring eða svo. Hann segir það hins vegar úr lausu lofti gripið að Renault muni  senn setja byltingarkenndan w-laga afturvæng á bílinn.

Alonso segir Renaultbílinn standa McLaren, Ferrari og BMW langt að …
Alonso segir Renaultbílinn standa McLaren, Ferrari og BMW langt að baki. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert