Bílskúr McLaren ekki aftast

Mótorheimili McLaren er engin smásmíð. Hér er það í Spa …
Mótorheimili McLaren er engin smásmíð. Hér er það í Spa í Belgíu í fyrra. mbl.is/Ágúst Ásgeirsson

Þótt bíl­ar McLar­enliðsins verði með núm­er­in 22 og 23 á trjón­unni í sam­ræmi við niður­stöður njósna­máls­ins í fyrra losn­ar liðið við að þurfa not­ast við bíl­skúr­inn innst í bíl­skúr­arein­inni.

McLar­en var svipt öll­um stig­um í keppni bílsmiða í fyrra vegna njósna­máls­ins. Þar með tald­ist liðið hafa orðið neðst í keppn­inni en ekki efst og hefði átt að óbreyttu að þurfa brúka innsta bíl­skúr­inn.

Hjá því kemst liðið og mun það vera fyr­ir til­stilli Bernie Ecc­lest­one, alráðs formúlu-1. Hann mun hafa fengið önn­ur lið á sitt band og niðurstaðan er sú að McLar­en fær bíl­skúr núm­er fimm í Mel­bour­ne, milli Williams og Red Bull.

Er liðið öllu nær toppliðunum þar en í 11. bíl­skúrn­um.  

Eng­in ná­kvæm skýr­ing er á þess­ari ákvörðun eða for­send­um henn­ar. Talið er þó að þar eigi hlut að máli hið mikla mótor­heim­ili McLar­en sem kemst ekki fyr­ir innst á at­hafna­svæði liðanna að baki bíl­skúr­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert