Räikkönen afskrifar Alonso

Räikkönen (t.v.) býst ekki við að Alonso (t.h.) fagni oft …
Räikkönen (t.v.) býst ekki við að Alonso (t.h.) fagni oft með á verðlaunapalli með honum.

Kimi Räikkön­en hjá Ferr­ari seg­ir að Fern­ando Alon­so eigi enga mögu­leika í keppn­inni um heims­meist­ara­titil ökuþóra í ár þar sem Renault­bíll hans sé ekki nógu hraðskreiður.

Alon­so var sjaldn­ast í efstu sæt­um hvað hraða varðar við bíl­próf­an­ir í fe­brú­ar, en Renault freist­ar þess að ná sér upp úr þeim öldu­dal sem liðið var í fyrra. 

Jafn­an hef­ur Alon­so vantað um sek­úndu til að kom­ast upp að öku­mönn­um  Ferr­ari og McLar­en. Það er ástæða þess að Räikkön­en tel­ur hann ekki keppa um heims­meist­ara­titil ökuþóra í ár.

„Fern­ando er fínn ökumaður, en mögu­leik­ar hans ráðast af því hversu vel geng­ur að þróa Renault­bíl­inn. Miðað við hans eig­in yf­ir­lýs­ing­ar virðist hann skorta hraða,“ sagði heims­meist­ar­inn.

Liðsfé­lagi hans Felipe Massa tek­ur und­ir með hon­um og lít­ur ekki á Alon­so sem keppi­naut í slagn­um um titil ökuþóra. „Helstu keppi­naut­ar mín­ir verða Kimi og [Lew­is] Hamilt­on,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert