Ferrariliðið heldur rónni

Chrys Dyer, vélfræðingur Räikkönen, hughreystir meistarann eftir brottfallið.
Chrys Dyer, vélfræðingur Räikkönen, hughreystir meistarann eftir brottfallið. ap

Þrátt fyr­ir eina verstu byrj­un á keppn­is­tíma­bili frá 2002 bar liðsstjór­inn  Stefano Domenicali sig vel eft­ir kapp­akst­ur­inn í Mel­bour­ne. Hann sagði að liðið héldi haus og taka því með ró þótt hvor­ug­ur öku­manna þess hafi kom­ist í mark.

Vél­ar­bil­un felldi bæði Kimi Räikkön­en og Felipe Massa úr leik í dag en á sama tíma drottnuðu keppi­naut­arn­ir hjá McLar­en kapp­akst­ur­inn. Þrátt fyr­ir brott­fallið vann Räikkön­en eitt stig er ár­ang­ur Ru­bens Barrichello var strikaður út.

Þrátt fyr­ir slaka upp­skeru seg­ir Domenicali nauðsyn­legt að lið hans haldi rónni og greini vanda­mál­in í þeim til­gangi að geta látið til sín taka í næsta móti, Í Malas­íu eft­ir viku.

„Úrslit­in segja sína sögu, skelfi­leg helgi því miður. Ekk­ert gekk sam­kvæmt áætl­un og þetta því erfiðir dag­ar. En ef þið minn­ist 2006 þá fór sú vertíð af stað með svipuðum hætti, tveim­ur brott­föll­um,  en okk­ur tókst að draga keppi­naut­ana aft­ur uppi.  

„Við vor­um eng­ir af­burðamenn fyr­ir kapp­akst­ur­inn og við erum eng­ir bján­ar að hon­um lokn­um. Við þurf­um að skoða niður í kjöl­inn hvað gerðist. Vita­skuld er okk­ur áfram um að öðlast skiln­ing á end­ing­ar­vand­an­um. Tvær vél­ar­bil­an­ir, það er stærsti vand­inn.

En við þurf­um að halda rónni og ein­beit­ingu. Meg­um ekki láta til­finn­ing­arn­ar ná tök­um á okk­ur núna því það er mjög auðvelt að verða þeim að bráð. Við þurf­um að sýna skyn­semi,“ sagði Domenicali liðsstjóri við blaðamenn að móti loknu.

Ferr­ari upp­lifði fyrsta mót fyr­ir tveim­ur árum með sama hætti og nú, er báðir bíl­arn­ir féllu úr leik í fyrsta móti. Domenicali játaði að það hefði komið liði hans í opna skjöldu að bíl­arn­ir skyldu ekki end­ast kapp­akst­ur­inn út.

„Það kom á óvart eft­ir alla kíló­metr­ana sem við höf­um lagt að baki í vet­ur. Við þurf­um að finna ná­kvæm­lega út hvað gerðist,“ bætti hann við.

Liðsmönnum Ferrari var ekki skemmt í Melbourne yfir frammistöðu ökuþóranna.
Liðsmönn­um Ferr­ari var ekki skemmt í Mel­bour­ne yfir frammistöðu ökuþór­anna. ap
Räikkönen lendir út fyrir braut í tilraun til framúraksturs.
Räikkön­en lend­ir út fyr­ir braut í til­raun til framúrakst­urs. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert