Hamilton öruggur sigurvegari og McLaren fagnar tvöfalt

Lewis Hamilton sprautar kampavíni eftir sigurinn í Melbourne.
Lewis Hamilton sprautar kampavíni eftir sigurinn í Melbourne. Reuters

Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en var í þessu að vinna ör­ugg­an sig­ur í ástr­alska kapp­akstr­in­um í Mel­bour­ne. Ann­ar varð Nick Heidfeld á BMW og þriðji Nico Ros­berg á Williams. Maður dags­ins var þó franski ökuþór­inn Sebastien Bol­ur­da­is á Toro Rosso sem var fjórði er mótor­inn gaf sig er hálf­ur ann­ar hring­ur var eft­ir.

Sömu­leiðis átti Fern­ando Alon­so á Renault sér­deil­is góðan dag en hann varðist Heikki Kovalain­en á McLar­en á loka­hringj­un­um og varð  fjórði. Missti hann reynd­ar fram úr sér und­ir lok næst­síðasta hrings en tók fljótt fram úr aft­ur í upp­hafi þess síðasta.

Alon­so hóf keppni í ell­efta sæti og var lengi í því ní­unda en vann  sig upp á við á seinni hluta kapp­akst­urs­ins. Var hann einn nokk­urra ökuþóra sem lögðu upp með aðeins eins stopps keppnisáætl­un, en þar á meðal var Kimi Räikkön­en hjá Ferr­ari.

Heidfeld vann sig úr fimmta sæti upp í annað með vel út­færðri keppnisáætl­un. Á grund­velli henn­ar vann hann sig fram úr Ros­berg í öðru og afar snöggu þjón­ustu­stoppi. Ros­berg hef­ur ekki fyrr kom­ist á verðlaunap­all í formúlu-1.

Liðsfé­lagi Heidfeld, Robert Ku­bica, hóf keppni ann­ar og var fram­an af í öðru sæti. Hann varð að hætta keppni seint í mót­inu vegna bil­un­ar. Var þá reynd­ar vel utan verðlauna­sæta.

Hamilt­on hóf keppni á rá­spól og var aldrei ógnað. Byggði hann jafnt og þétt upp gott for­skot sem gufaði tvisvar upp er ör­ygg­is­bíll­inn var send­ur út í braut­ina vegna óhappa.    

Liðsfé­lagi Hamilt­ons, Heikki Kovalain­en,  tapaði af öðru sæt­inu er ör­ygg­is­bíll­inn kom út seint í kapp­akstr­in­um vegna slæms óhapps Timo Glock hjá Toyota. Kovalain­en var fram að því ör­ugg­ur í öðru sæti. Glock rann út fyr­ir braut­ina og tókst á loft er hann ók á und­ar­leg­an bakka við braut­arkant. Hann meidd­ist ekki en bíll­inn laskaðist mjög.

Með þessu lauk þátt­töku Toyota en Glock hafði ekið vel og unnið sig upp á við. Áður var Jarno Trulli fall­inn úr leik vegna bil­un­ar en hann hóf keppni í sjötta sæti.

McLar­en fer frá mót­inu með 14 stig en heims­meist­ar­ar Ferr­ari ekki neitt. Vilja Ferr­ari­menn  áreiðan­lega gleyma þess­um degi sem fyrst en ökuþórar þeirra, heims­meist­ar­inn Kimi Räikkön­en og Felipe Massa gerðu hver mis­tök­in af öðrum.

Räikkön­en átti betri ræs­ingu en flest­ir og vann sig upp um sjö sæti á fyrsta hring, úr 15. í það átt­unda. Um tíma komst hann upp í þriðja sæti en ávinn­ing­ur­inn hvarf eins og dögg fyr­ir sólu vegna tvennra öku­mannsmistaka. Lenti í báðum til­vik­um út­fyr­ir braut og missti fjölda manna fram úr sér. Und­ir lok­in bilaði svo Ferr­arifák­ur­inn en þá var hann  í sjö­unda sæti. 

Felipe Massa var löng­um aft­ar­lega og gerði einnig mis­tök í ör­vænt­ing­ar­fullri til­raun til að kom­ast fram úr Dav­id Coult­h­ard hjá Red Bull. Var það von­laus til­raun og skullu ökuþór­arn­ir sam­an. Coult­h­ard flaug út úr braut­inni er hann fékk Massa inn í sig miðjan og stórlaskaðist bíll­inn. Massa virt­ist sleppa með ólaskaðan bíl frá at­vik­inu en eitt­hvað brást þó því skömmu seinna féll hann úr leik.

Tals­vert var um árekstra og akst­ur­sóhöpp í kapp­akstr­in­um og féll meira en helm­ing­ur kepp­enda úr leik. Vegna brott­falls­ins  varð Bour­da­is á Toro Rosso í átt­unda sæti þar sem all­ir á eft­ir hon­um voru falln­ir úr leik er mótor hans gaf sig. 

Ru­bens Barrichello á Hondu stóð sig vel og varð sjötti en þegar þetta er ritað er óljóst hvort hon­um verður refsað vegna at­vika í bíl­skúr­arein­inni. Ók hann m.a. gegn rauðu ljósi á leið út úr rein­inni und­ir lok­in. Farið gæti því svo að hann verði dæmd­ur frá og Räikkön­en fær­ist þannig upp í síðasta stiga­sætið, hið átt­unda, og Bour­da­is upp í það sjö­unda.

Ann­ar nýliði, Kazuki Nakajima hjá Williams, átti góðan dag og varð sjö­undi í mark. Sá síðasti sem skilaði sér alla leið yfir marklín­una. 

Lewis Hamilton, Nick Heidfeld og Nico Rosberg á verðlaunapallinum.
Lew­is Hamilt­on, Nick Heidfeld og Nico Ros­berg á verðlaunap­all­in­um. Reu­ters
Hamilton í forystu rétt eftir ræsingu í Melbourne og Kubica …
Hamilt­on í for­ystu rétt eft­ir ræs­ingu í Mel­bour­ne og Ku­bica ann­ar. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert