Hundskamma Ferrariliðið

Þjónustusveit Ferrari var ekki skemmt er bílar liðsins féllu úr …
Þjónustusveit Ferrari var ekki skemmt er bílar liðsins féllu úr leik í Melbourne. ap

Ítalskir fjölmiðlar brugðu ekki út af þeirri viðteknu venju sinni að hundskamma Ferrarilið ef illa gengur en hefja það til skýjana ef það fer með sigur af hólmi. Fær liðið það óþvegið af þeirra hálfu eftir kappaksturinn í Melbourne.

Íþróttadagblaðið La Gazzetta dello Sportgaf frammistöðu Ferrari þá einkunn að hún hafi verið „hörmung alsett ótrúlegum mistökum.“

Það var ekki einvörðungu að báðir Ferraribílarnir féllu úr leik vegna vélarbilana. Heldur gerði heimsmeistarinn Kimi Räikkönen tvenn mistök sem fjölmiðlar segja einkenna nýliða er hann reyndi að laga stöðu sína eftir að ræsa neðarlega á rásmarkinu vegna endingarskorts bílsins í tímatökunum.

Felipe Massa lenti í vandræðum strax í ræsingunni er hann missti stjórn á bíl sínum og rakst utan í veg á fyrstu metrum.

„Ferrari, þið verðið að taka ykkur strax á!“ krafðist íþróttadagblaðið  Corriere dello Sport.

Tuttosportkallaði árangur Ferrari í Albertsgarði í Melbourne „hrunið mikla“. Dagblaðið  La Repubblicasagði að „fyrsti sunnudagurinn án Jean Todt“ á stjórnborðinu hafi verið „svört byrjun“ hjá Ferrrari.

„Räikkönen var skugginn af sjálfum sér og Massa ekki með á nótunum. Ferrari hefur ekki byrjað keppnistímabil jafn illa frá 1992,“ sagði  Tuttosport.
 

Massa ekur inn í Coulthard í Melbourne.
Massa ekur inn í Coulthard í Melbourne. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert