Hundskamma Ferrariliðið

Þjónustusveit Ferrari var ekki skemmt er bílar liðsins féllu úr …
Þjónustusveit Ferrari var ekki skemmt er bílar liðsins féllu úr leik í Melbourne. ap

Ítalsk­ir fjöl­miðlar brugðu ekki út af þeirri viðteknu venju sinni að hundskamma Ferr­arilið ef illa geng­ur en hefja það til skýj­ana ef það fer með sig­ur af hólmi. Fær liðið það óþvegið af þeirra hálfu eft­ir kapp­akst­ur­inn í Mel­bour­ne.

Íþrótta­dag­blaðið La Gazzetta dello Sportgaf frammistöðu Ferr­ari þá ein­kunn að hún hafi verið „hörm­ung al­sett ótrú­leg­um mis­tök­um.“

Það var ekki ein­vörðungu að báðir Ferr­ari­bíl­arn­ir féllu úr leik vegna vél­ar­bil­ana. Held­ur gerði heims­meist­ar­inn Kimi Räikkön­en tvenn mis­tök sem fjöl­miðlar segja ein­kenna nýliða er hann reyndi að laga stöðu sína eft­ir að ræsa neðarlega á rásmark­inu vegna end­ing­ar­skorts bíls­ins í tíma­tök­un­um.

Felipe Massa lenti í vand­ræðum strax í ræs­ing­unni er hann missti stjórn á bíl sín­um og rakst utan í veg á fyrstu metr­um.

„Ferr­ari, þið verðið að taka ykk­ur strax á!“ krafðist íþrótta­dag­blaðið  Corri­ere dello Sport.

Tuttosportkallaði ár­ang­ur Ferr­ari í Al­berts­garði í Mel­bour­ne „hrunið mikla“. Dag­blaðið  La Repubblicasagði að „fyrsti sunnu­dag­ur­inn án Jean Todt“ á stjórn­borðinu hafi verið „svört byrj­un“ hjá Ferrr­ari.

„Räikkön­en var skugg­inn af sjálf­um sér og Massa ekki með á nót­un­um. Ferr­ari hef­ur ekki byrjað keppn­is­tíma­bil jafn illa frá 1992,“ sagði  Tuttosport.
 

Massa ekur inn í Coulthard í Melbourne.
Massa ekur inn í Coult­h­ard í Mel­bour­ne. reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert