Enn dregur úr hlutverki Jean Todt hjá Ferrari því hann hefur settur til hliðar sem forstjóri Ferrarifyrirtækisins. Hann verður áfram í stjórn þess og mun sinna hlutverki er lýtur að aðkomu þess á íþróttasviðinu.
Hluthafar í Ferrari kusu nýja stjórn félagsins til þriggja ára í dag og verður Luca di Montezemolo áfram formaður hennar. Í stað Todt sem forstjóra hefur verið skipaður Ítalinn Amadeo Felisa.
Todt verður áfram fulltrúi Ferrari í íþróttaráði Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) sem er n.k. stjórn formúlu-1. Hann segir breytingar á stöðu sinni hafa í för með sér að hann hafi meiri frítíma fyrir sjálfan sig og önnur hugðarefni.