Gerhard Berger, meðeigandi Toro Rosso liðsins, segir fréttir sem bendli Sebastian Vettel við Ferrari á næsta ári, séu þvættingur. Hann segir Vettel verða hjá liði sínu a.m.k. næstu þrjú árin.
Hermt er að stjórnendur Ferrari séu afar hrifnir af getu hins unga þýska ökuþórs og vilji fá hann til sín sem keppnismann í stað Felipe Massa á næst ári, 2009.
„Vettel er með samning við Red Bull til þriggja ára samningi og verður hjá Red Bull næstu þrjú árin,“ sagði Berger í Malasíu í dag, en þar fer næsti kappakstur formúlu-1 fram um komandi helgi.
„Hann er heldur ekkert tengdur BMW lengur, hann er 100% hjá Red Bull,“ sagði Berger.