Ferrari einokar fremstu rásröð

Eiginkona Massa fagnaði sínum manni eftir tímatökuna í Sepang.
Eiginkona Massa fagnaði sínum manni eftir tímatökuna í Sepang. reuters

Felipe Massa hjá Ferrari var í þessu að vinna ráspól Malasíukappakstursins í Sepang. Liðsfélagi hans Kimi Räikkönen varð annar og því við hlið hans á fremstu rásröð á morgun. Á þeirri næstu verða Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton hjá McLaren. 

Ferrariþórarnir drottnuðu í tímatökunum og var eiginlega aldrei ógnað. Er þetta í fyrsta sinn í sjö ár sem Ferraribílarnir hefja keppni af fremstu rásröð í Malasíu, það gerðu Michael Schumacher og Rubens Barrichello árið 2001.

Massa var hálfri sekúndu fljótari með hringinn en Räikkönen sem bendir til þess að þeir séu á ólíkri keppnisáætlun og bíll þess fyrrnefnda eitthvað léttari að bensíni.

Räikkönen var svo tæpum fjórum tíundu úr sekúndu fljótari með hringinn en landi hans Kovalainen. Rétt tæpri sekúndu munar svo á Massa og Hamilton, sem er óvenju mikið í tímatökum. Óku Ferrarimenn á mýkri dekkjunum í tímatökunum en McLarenþórarnir byrjuðu á þeirri harðari og kláruðu á þeirri mýkri, sem reyndust hraðskreiðari.

Röðin í sætunum fyrir aftan ökumenn Ferrari og McLaren breyttist mjög í lokalotunni en á endanum hreppti Jarno Trulli á Toyota fimmta sætið eftir  mikla keppni við BMW-þórana Robert Kubica og Nick Heidfeld og Mark Webber hjá Red Bull.

Trulli var öflugur alla tímatökuna og átti besta tímann í fyrstu umferð svo aðstæður í Sepang henta Toyotunni vel. Varð hann einu sæti framar en í síðasta móti, í Melbourne.

Räikkönen gaf hins vegar tóninn í annarri lotu og setti þá hraðpasta hring dagsins. Massa ók næsthraðast og gáfu þeir félagarnir tóninn varðandi lokalotuna.  

Fernando Alonso hjá Renault blandaði sér ekki í þá keppni. Hann var seinn af stað í síðasta hraða hringinn, á mýkri dekkjum, og mikið af bílum á hægri ferð sem hann þurfti að sneiða hjá. Níunda sætið er engu að síður talsverð framför frá í fyrsta móti, í Melbourne síðasta sunnudag.

Röð Ökuþór Bíll Lota 1 Lota 2 Lota 3 Hri.
1. Massa Ferrari 1:35.347 1:34.412 1:35.748 17
2. Räikkönen Ferrari 1:35.645 1:34.188 1:36.230 13
3. Kovalainen McLaren 1:35.227 1:34.759 1:36.613 12
4. Hamilton McLaren 1:35.393 1:34.627 1:36.709 18
5. Trulli Toyota 1:35.205 1:34.825 1:36.711 18
6. Kubica BMW 1:35.794 1:34.811 1:36.727 13
7. Heidfeld BMW 1:35.729 1:34.648 1:36.753 13
8. Webber Red Bull 1:35.440 1:34.967 1:37.009 18
9. Alonso Reanult 1:35.983 1:35.140 1:38.450 18
10. Glock Toyota 1:35.891 1:35.000 1:39.656 20
11. Button Honda 1:35.847 1:35.208 15
12. Coutlhard Red Bull 1:36.058 1:35.408 12
13. Piquet Renault 1:36.074 1:35.562 12
14. Barrichello Honda 1:36.198 1:35.622 15
15. Vettel Toro Rosso 1:36.111 1:35.648 15
16. Rosberg Williams 1:35.843 1:35.670 13
17. Fisichella Force India 1:36.240 9
18. Nakajima Williams 1:36.388 9
19. Bourdais Toro Rosso 1:36.677 8
20. Sato Super Aguri 1:37.087 9
21. Sutil Force India 1:37.101 10
22. Davidson Super Aguri 1:37.481 9
Massa (t.h.) fagnar ráspólnum í Malasíu.
Massa (t.h.) fagnar ráspólnum í Malasíu. reuters
Räikkönen (t.v.) og Massa í lok tímatökunnar í Sepang. Síðast …
Räikkönen (t.v.) og Massa í lok tímatökunnar í Sepang. Síðast voru Ferraribílarnir báðir á fremstu rásröð þar 2001. reuters
Kovalainen á fyrri tímahring í lokalotu tímatökunnar í Sepang.
Kovalainen á fyrri tímahring í lokalotu tímatökunnar í Sepang. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert