Hamilton skorti fullkomnun

Svona tapa menn tíma, Hamilton á lokahringnum í tímatökunum í …
Svona tapa menn tíma, Hamilton á lokahringnum í tímatökunum í Sepang. ap

Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en seg­ir fjórða sætið í tíma­tök­un­um í Sepang vera af­leiðingu þess að hann hafi ekki náð nógu góðum tíma­hring. Hann beið lægri hlut fyr­ir nýj­um liðsfé­laga sín­um, Heikki Kovalain­en, sem varð þriðji og var 0,9 sek­únd­um leng­ur með hring­inn en rá­spóls­haf­inn Felipe Massa.

Hamilt­on, sem ók til sig­urs af rá­spól sl. sunnu­dag í Mel­bour­ne, sagði að aðstæður í Sepang hefðu í engu verið óvenju­leg­ar að frá­töld­um skorti á rás­festu og hæg­ari bíl­um á út­hring hans.

„Rás­fest­an virt­ist minni í lokalot­unni og ég átti í vand­ræðum að því leyti. Það var líka erfitt að finna autt svæði vegna um­ferðar sem hafði áhrif á upp­hit­un brems­anna og dekk­in,“ sagði Hamilt­on.

„Í hrein­skilni sagt vantaði full­komn­un hjá mér í dag og ég mun skoða gögn úr akstr­in­um til að átta mig á hvernig gera má bet­ur á morg­un. Við verðum að vera já­kvæðir þar sem við erum eft­ir sem áður í góðri stöðu og allt get­ur gerst í keppn­inni,“ bætti Hamilt­on við.

Denn­is sátt­ur og seg­ir sína menn munu veita Ferr­arið harða keppni

 Liðsstjór­inn Ron Denn­is kom í dag til Sepang en hann þurfti að sinna er­ind­um í Englandi í vik­unni og bjóst ekki við öðru en að missa af kapp­akstr­in­um.

Denn­is sagðist ekk­ert von­svik­inn yfir niður­stöðu tíma­tök­unn­ar. Hann sagðist sann­færður um að hans menn gætu veitt ökuþórum Ferr­ari keppni á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert