McLaren harmar „ólánsatvik“

Kovalainen (fremstur) og Hamilton í tímatökunum í Sepang.
Kovalainen (fremstur) og Hamilton í tímatökunum í Sepang. reuters

McLar­enliðið seg­ir um­deild til­vik und­ir lok tíma­tök­unn­ar í Sepang, þar sem báðum ökuþórum liðsins var refsað fyr­ir hindr­un, vera „óláns­at­vik“. Öku­menn­irn­ir hafi ekki hindrað keppi­naut­ana af ásettu ráði.

Lew­is Hamilt­on og Heikki Kovalain­en voru færðir aft­ur um fimm sæti hvor á rásmarki fyr­ir að hindra Nick Heidfeld og Fern­ando Alon­so er þeir síðar­nefndu voru á fljúg­andi hring í lok­in.

McLar­en tek­ur refs­ing­unni en seg­ir að ekki hafi verið um vís­vit­andi til­raun­ir til að tefja för annarra kepp­enda. „Við tök­um niður­stöðu dóm­ar­anna en vilj­um taka fram, að hvorki  Lew­is né Heikki hindruðu aðra kepp­end­ur af ásettu ráði.

„Þetta var óláns­at­vik, ekk­ert öðru­vísi. Við hlökk­um til kapp­akst­urs­ins á morg­un,“ sagði Mart­in Whit­marsh, fram­kvæmda­stjóri McLar­en.

McLaren tekur refsingunni í Sepang en segir um óviljaverk að …
McLar­en tek­ur refs­ing­unni í Sepang en seg­ir um óvilja­verk að ræða. mbl.is/​mclar­en­f1
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert