McLaren harmar „ólánsatvik“

Kovalainen (fremstur) og Hamilton í tímatökunum í Sepang.
Kovalainen (fremstur) og Hamilton í tímatökunum í Sepang. reuters

McLarenliðið segir umdeild tilvik undir lok tímatökunnar í Sepang, þar sem báðum ökuþórum liðsins var refsað fyrir hindrun, vera „ólánsatvik“. Ökumennirnir hafi ekki hindrað keppinautana af ásettu ráði.

Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen voru færðir aftur um fimm sæti hvor á rásmarki fyrir að hindra Nick Heidfeld og Fernando Alonso er þeir síðarnefndu voru á fljúgandi hring í lokin.

McLaren tekur refsingunni en segir að ekki hafi verið um vísvitandi tilraunir til að tefja för annarra keppenda. „Við tökum niðurstöðu dómaranna en viljum taka fram, að hvorki  Lewis né Heikki hindruðu aðra keppendur af ásettu ráði.

„Þetta var ólánsatvik, ekkert öðruvísi. Við hlökkum til kappakstursins á morgun,“ sagði Martin Whitmarsh, framkvæmdastjóri McLaren.

McLaren tekur refsingunni í Sepang en segir um óviljaverk að …
McLaren tekur refsingunni í Sepang en segir um óviljaverk að ræða. mbl.is/mclarenf1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert