Alonso: Gat ekki gert betur

Alonso á heiðurshring í Sepang skömmu fyrir kappaksturinn í morgun.
Alonso á heiðurshring í Sepang skömmu fyrir kappaksturinn í morgun. ap

Fernando Alonso hjá Renault sagðist ekki hafa gert betur í Malasíukappakstrinum en hann varð í áttunda sæti, rúmri mínútu á eftir Kimi Räikkönen á Ferrari í mark.

„Ég gerði eins vel og ég gat í dag og hlaut lokastigið. Við sjáum að við eðlilegar keppnisaðstæður erum við nokkuð fjarri hvað getu varðar,“ sagði Alonso eftir kappaksturinn.

Hann varð fjórði í Melbourne fyrir viku, mikið til vegna vandræða keppinauta þar, og gat ekki leikið þann árangur eftir í dag.

„Takmarkið okkar um þessar mundir er að reyna vinna stig í hverju móti og leggja okkur hart fram í næstu bílprófunum til að bæta bílinn svo við getum verið sterkari,“ bætti hann við.

Liðsfélagi hans Nelsinho Piquet lauk keppninni í dag en varð í ellefta sæti. „Ég er ánægður að hafa komist í mark, það var fyrsta markmiðið í dag eftir ófarirnar í Melbourne.

Ég hef lært heilmikið í dag og hópurinn sem við erum að keppa við er öflugur og maður verður að aka fullkomlega. Ég var ekki svo langt á eftir liðsfélaga mínum sem er hvetjandi fyrir mig.

Kappaksturinn var erfiður og bíllinn ekki nógu samkeppnisfær. Mér fer fram og vonandi verður framhald á því í næsta móti, í Barein.

Liðsstjórinn Flavio Briatore sagði stigið sem Alonso vann litla sárabót fyrir hraðaskort Renaultbílsins. „Því miður gagnaðist gott sæti á rásmarki okkur ekki sem skyldi þótt bæði Fernando og Nelson gerðu sitt besta.

Nú verðum við að leggja okkur hart fram og komast til botns í því hvað hrellir okkur svo við getum komið öflugri til baka í næstu mótum,“ sagði hann.

Alonso í Sepang, í fjarlægð grilli í Coulthard.
Alonso í Sepang, í fjarlægð grilli í Coulthard. ap
Fernando Alonso knýr Renaultinn í kappakstrinum í Sepang.
Fernando Alonso knýr Renaultinn í kappakstrinum í Sepang. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert