Alonso: Gat ekki gert betur

Alonso á heiðurshring í Sepang skömmu fyrir kappaksturinn í morgun.
Alonso á heiðurshring í Sepang skömmu fyrir kappaksturinn í morgun. ap

Fern­ando Alon­so hjá Renault sagðist ekki hafa gert bet­ur í Malasíukapp­akstr­in­um en hann varð í átt­unda sæti, rúmri mín­útu á eft­ir Kimi Räikkön­en á Ferr­ari í mark.

„Ég gerði eins vel og ég gat í dag og hlaut loka­stigið. Við sjá­um að við eðli­leg­ar keppn­isaðstæður erum við nokkuð fjarri hvað getu varðar,“ sagði Alon­so eft­ir kapp­akst­ur­inn.

Hann varð fjórði í Mel­bour­ne fyr­ir viku, mikið til vegna vand­ræða keppi­nauta þar, og gat ekki leikið þann ár­ang­ur eft­ir í dag.

„Tak­markið okk­ar um þess­ar mund­ir er að reyna vinna stig í hverju móti og leggja okk­ur hart fram í næstu bíl­próf­un­um til að bæta bíl­inn svo við get­um verið sterk­ari,“ bætti hann við.

Liðsfé­lagi hans Nels­in­ho Piqu­et lauk keppn­inni í dag en varð í ell­efta sæti. „Ég er ánægður að hafa kom­ist í mark, það var fyrsta mark­miðið í dag eft­ir ófar­irn­ar í Mel­bour­ne.

Ég hef lært heil­mikið í dag og hóp­ur­inn sem við erum að keppa við er öfl­ug­ur og maður verður að aka full­kom­lega. Ég var ekki svo langt á eft­ir liðsfé­laga mín­um sem er hvetj­andi fyr­ir mig.

Kapp­akst­ur­inn var erfiður og bíll­inn ekki nógu sam­keppn­is­fær. Mér fer fram og von­andi verður fram­hald á því í næsta móti, í Barein.

Liðsstjór­inn Flavio Briatore sagði stigið sem Alon­so vann litla sára­bót fyr­ir hraðaskort Renault­bíls­ins. „Því miður gagnaðist gott sæti á rásmarki okk­ur ekki sem skyldi þótt bæði Fern­ando og Nel­son gerðu sitt besta.

Nú verðum við að leggja okk­ur hart fram og kom­ast til botns í því hvað hrell­ir okk­ur svo við get­um komið öfl­ugri til baka í næstu mót­um,“ sagði hann.

Alonso í Sepang, í fjarlægð grilli í Coulthard.
Alon­so í Sepang, í fjar­lægð grilli í Coult­h­ard. ap
Fernando Alonso knýr Renaultinn í kappakstrinum í Sepang.
Fern­ando Alon­so knýr Renaultinn í kapp­akstr­in­um í Sepang. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert