Webber ánægður með stigin

Webber sá til þess að Hamilton fékk aldrei á honum …
Webber sá til þess að Hamilton fékk aldrei á honum gott færi. ap

Mark Webber hjá Red Bull var þakk­lát­ur liðsmönn­um sín­um eft­ir að hann vann sín fyrstu stig á vertíðinni í Malasíukapp­akstr­in­um í dag. Hann ók vel og varðist lengst­um at­lög­um Lew­is Hamilt­on og Fern­ando Alon­so.

Webber er á því að hann hafi jafn­vel getað orðið í sjötta sæti hefði ekki Tak­uma Sato hjá Super Ag­uri tafið hann. Þrátt fyr­ir það var hann ánægður að opna stiga­reikn­ing sinn í ár.

Hann sagði fyrstu lot­una hafa gengið vel fyr­ir sig, en milli þjón­ustu­stoppa sagðist hann hafa skort rás­festu. Engu að síður hafi hann sótt eins og mögu­legt var. 

„Ég er ánægður fyr­ir hönd alls liðsins, byrj­un­in hef­ur verið erfið í ár og því frá­bært að ljúka keppni í stiga­sæti. Stórþakk­ir til Renault líka,“ sagði Webber en franski bíla­fram­leiðand­inn sér liðinu fyr­ir mótor í keppn­is­bíl­inn.

Liðsfé­lagi hans Dav­id Coult­h­ard var einu sæti frá stigi, varð ní­undi í mark. Hann sagði það hafa kostað sig mik­inn tíma í fyrstu lot­unni að mjög kvarnaðist úr dekkj­um.

Webber varðist öllum atlögum Hamiltons.
Webber varðist öll­um at­lög­um Hamilt­ons. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert