Uppræta lull í tímatökum

Hamilton og Kovalainen var refsað fyrir hindrun í tímatökunum í …
Hamilton og Kovalainen var refsað fyrir hindrun í tímatökunum í Sepang. ap

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) hefur brugðist við atburðunum í lok tímatökunnar í Sepang til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig að bílar á innhring hindri aðra á hröðum hring.

Fjöldi ökuþóra lauk sínum seinni tímahring snemma í Sepang vegna yfirvofandi rigningar og óku lafhægt á innhring, á leið heim í bílskúr, til að spara sem mest bensín fyrir keppnina.

Á sama tíma voru nokkrir á hröðum hring og gátu ekki ekið sem skyldi þar sem hæggengu bílarnir voru í vegi þeirra. Þótti hætta hafi verið sköpuð og lyktaði málum með því að báðum ökumönnum McLaren var refsað með afturfærslu á rásmarki. 

FIA hefur nú ákveðið að ökuþór hafi aðeins tiltekinn tíma til að koma sér heim í bílskúr eftir að hann ekur yfir marklínu á tímahring. Líklegt er að sá tími muni jafngilda 120% af tímahring.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert