Räikkönen fær stórsekt

Räikkönen þungbúinn á svip í bílskúr Ferrari í Barein.
Räikkönen þungbúinn á svip í bílskúr Ferrari í Barein. ap

Kimi Räikkön­en lá full­mikið á æf­ingu í Barein í gær því hann hef­ur hlotið 2.400  evru sekt, jafn­v­irði um 285 þúsund króna, fyr­ir hraðakst­ur í bíl­skúr­arein­inni.

Ferr­arifák­ur Räikkön­ens mæld­ist á 71,6 km/​klst hraða fyr­ir fram­an bíl­skúr­ana í Barein, en þar er há­marks­hraði á æf­ing­um 60 km.

Þótt Räikkön­en sé borg­un­ar­maður upp­hæðar af þessu tagi er það venj­an að keppn­isliðin greiði reikn­inga af þessu tagi, en hann var send­ur heims­meist­ar­an­um um leið og æf­ing­unni lauk.

Það var asi á Räikkönen í Barein.
Það var asi á Räikkön­en í Barein. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert