Kimi Räikkönen lá fullmikið á æfingu í Barein í gær því hann hefur hlotið 2.400 evru sekt, jafnvirði um 285 þúsund króna, fyrir hraðakstur í bílskúrareininni.
Ferrarifákur Räikkönens mældist á 71,6 km/klst hraða fyrir framan bílskúrana í Barein, en þar er hámarkshraði á æfingum 60 km.
Þótt Räikkönen sé borgunarmaður upphæðar af þessu tagi er það venjan að keppnisliðin greiði reikninga af þessu tagi, en hann var sendur heimsmeistaranum um leið og æfingunni lauk.