Toro Rosso vígir nýjan bíl

Bourdais í Barcelona í dag á STR3-bílnum.
Bourdais í Barcelona í dag á STR3-bílnum. mbl.is/redbullf1

Nýr keppnisbíll Toro Rosso, 2008-bíllinn, kom í fyrsta sinn fyrir almennings sjónir í dag. Var hann tekinn til bílprófana í Barcelona í dag en ætlunin er að tefla honum fram í tyrkneska í maí.

Bíllinn þykir svipa mjög til keppnisbíls móðurliðsins, Red Bull. Er hann m.a. með samskonar „hákarlsugga“ aftur úr kæliturni mótorsins og framvængurinn þykir nánast eins.

Sebastien Bourdais ók bílnum í dag en á morgun verður hann í höndum   Sebastian Vettel.

Bílnum var frumekið við einkaæfingar Toro Rosso í Vairano-brautinni á Ítalíu í lok mars.

Toro Rosso hefur staðið sig ágætlega í keppni í fyrstu þremur mótum ársins, en þar hefur bílnum frá í fyrra verið teflt fram. Vann Bourdais tvö stig í fyrsta mótinu, í Melbourne. Um tíma leit út fyrir að hann yrði í fjórða sæti en í blálokin bilaði bíllinn svo hann varð sjöundi.

Bourdais á fullri ferð á nýja bílnum í Barcelona í …
Bourdais á fullri ferð á nýja bílnum í Barcelona í dag. mbl.is/redbullf1
Hákarlsugginn er eins á Toro Rossobílnum og bíl Red Bull.
Hákarlsugginn er eins á Toro Rossobílnum og bíl Red Bull. mbl.is/redbullf1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert