Raunveruleg innbyrðis staða liða birtist í Barcelona

Heidfeld við æfingar á BMW-bílnum í Barcelona í síðustu viku.
Heidfeld við æfingar á BMW-bílnum í Barcelona í síðustu viku. ap

Willy Rampf, tækn­i­stjóri BMW, seg­ir að kapp­akst­ur­inn í Barcelona næsta sunnu­dag muni end­ur­spegla raun­veru­lega stöðu keppn­isliðanna í formúlu-1.

Til leiks mæta liðin í þessu fyrsta móti í Evr­ópu með tals­verðar upp­færsl­ur í keppn­is­bíl­un­um. Reyndu liðin þær breyt­ing­ar á bíl­un­um við æf­ing­ar í Barcelona í síðustu viku.

For­svars­menn liða segja jafn­an að fyrstu mót­in þrjú segi ekki nógu vel til um stöðu mála; bíða þurfi fyrsta móts­ins í Evr­ópu og þeirra fyrstu um­fangs­miklu end­ur­bóta sem þá eiga sér stað á bíl­um.

„Ég get vart beðið þess að sjá hvernig mál­in æxl­ast í Barcelona því öll liðin prófuðu end­ur­bæt­ur þar í síðustu viku.   All­ir hafa bætt sig, en lyk­il spurn­ing­in er hversu mikið miðað við keppi­naut­ana. Þess vegna verður þetta áhuga­verður kapp­akst­ur. Hann mun gefa vís­bend­ing­ar um það sem koma skal næstu vik­ur og mánuði,“ seg­ir Rampf.

„Við erum mjög ánægðir með betr­um­bæt­ur okk­ar og ætt­um því að hafa við toppliðunum sem hingað til,“ bæt­ir hann við í aðdrag­anda Spán­arkapp­akst­urs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert