Räikkönen nefinu á undan

Räikkönen var fljótastur á fyrstu æfingu í Barcelona.
Räikkönen var fljótastur á fyrstu æfingu í Barcelona. ap

Kimi Räikkönen hjá Ferrari var nefinu framar liðsfélaga sínum Felipe Massa á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Barcelona. Munaði aðeins 50 þúsundustu úr sekúndu á bestu brautartímum þeirra.

Lewis Hamilton hjá McLaren var hálfri sekúndu lengur með hringinn en hann átti þriðja besta tímann sæti. Hálfri sekúndu þar á eftir varð Robert Kubica hjá BMW en hann komst upp á milli McLarenmannanna, Hamiltons og Heikki Kovalainen.

Sjötta besta tímann setti svo heimamaðurinn Fernando Alonso hjá Renault og virðist bíllinn hafa tekið framförum frá síðasta móti því liðsfélagi hans Nelson Piquet setti sjöunda besta tímann og var aðeins þremur þúsundustu lengur með hringinn en Alonso.

Super Aguri með

Super Aguri-liðið staðfesti í morgun að það myndi taka þátt í kappakstri helgarinnar og tóku ökuþórar þess þátt í æfingunni. Viðræður síðustu daga og nætur um að tryggja framtíð liðsins standa yfir. Útlit þykir fyrir að þeim ljúki farsællega en ekki mun  hægt að festa alla enda fyrr en eftir helgi.

Niðurstaða æfingarinnar varð sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll tími Bil Hri.
1. Räikkönen Ferrari 1:20.649 17
2. Massa Ferrari 1:20.699 +0.050 9
3. Hamilton McLaren 1:21.192 +0.543 20
4. Kubica BMW 1:21.568 +0.919 20
5. Kovalainen McLaren 1:21.758 +1.109 10
6. Alonso Renault 1:21.933 +1.284 18
7. Piquet Renault 1:21.936 +1.287 21
8. Coulthard Red Bull 1:22.118 +1.469 20
9. Heidfeld BMW 1:22.278 +1.629 24
10. Button Honda 1:22.632 +1.983 16
11. Glock Toyota 1:23.002 +2.353 21
12. Rosberg Williams 1:23.003 +2.354 25
13. Webber Red Bull 1:23.015 +2.366 14
14. Trulli Toyota 1:23.141 +2.492 15
15. Nakajima Williams 1:23.153 +2.504 24
16. Sutil Force India 1:23.156 +2.507 22
17. Fisichella Force India 1:23.196 +2.547 20
18. Barrichello Honda 1:23.353 +2.704 14
19. Bourdais Toro Rosso 1:23.952 +3.303 15
20. Vettel Toro Rosso 1:24.082 +3.433 15
21. Sato Super Aguri 1:24.278 +3.629 14
22. Davidson Super Aguri 1:25.068 +4.419 10
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert