Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt

Räikkönen fagnar sigri í Barcelona.
Räikkönen fagnar sigri í Barcelona. reuters

Kimi Räikkön­en var í þessu að vinna ör­ugg­an sig­ur í Spán­arkapp­akstr­in­um í Barcelona og auka for­ystu sína í keppn­inni um heims­meist­ara­titil ökuþóra. Ferr­ari fagn­ar tvö­föld­um sigri því Felipe Massa varð ann­ar og liðið fagn­ar því líka að hafa í fyrsta sinn á vertíðinni tekið for­ystu í stiga­keppn­inni um heims­meist­ara­titil bílsmiða.

Räikkön­en hóf kapp­akst­ur­inn af rá­spól og hélt fyrsta sæt­inu ör­ugg­lega í ræs­ing­unni. Hon­um var aldrei ógnað og á leið til sig­urs setti hann hraðasta hring dags­ins.

Massa vann sig fram úr hetju heima­manna, Fern­ando Alon­so, í kapp­hlaup­inu að fyrstu beygju og var sömu­leiðis aldrei ógnað í öðru sæti. 

Alon­so reynd­ist á aðeins létt­ari bíl en aðrir fremstu menn og tók sitt fyrsta þjón­ustu­stopp ein­um þrem­ur hringj­um fyrr. Við það komust Lew­is Hamilt­on á McLar­en og Roberto Ku­bica á BMW fram úr hon­um. Fimmta sætið blasti við en er kapp­akst­ur­inn var rétt rúm­lega hálfnaður brást Renault­mótor­inn og féll Alon­so þar með úr leik.

„Þetta er miður, sér­stak­lega hér á Spáni, en við þessu er ekk­ert að gera. Bíll­inn var góður og stóð bíl­um BMW og McLar­en nán­ast á sporði svo ég er þrátt fyr­ir allt ánægður. Ánægður með fram­far­irn­ar í bíln­um og við eig­um bara eft­ir að bæta okk­ur í næstu mót­um ef eitt­hvað er,“ sagði Alon­so við frönsku sjón­varps­stöðina TF1 meðan á út­send­ingu stóð.

Tíðindi móts­ins telst óhapp Heikki Kovalain­en hjá McLar­en sem flaug á vel yfir 200 km hraða út úr braut­inni og grófst inn í ör­ygg­is­vegg. Virt­ist sem hafi brotnað úr felgu með þeim af­leiðing­um að dekk sprakk og fjöðrun laskaðist svo ekk­ert varð við bíl­inn ráðið.

Sam­kvæmt nýj­ust  fregn­um virðist sem Kovalain­en hafi sloppið ótrú­lega frá högg­inu mikla eða í mesta lagi með mar hér og þar og lít­ils­hátt­ar togn­un. Er bíll­inn grófst inn í ör­ygg­is­vegg­inn brotnaði fram­end­inn af, að hjól­um og fjöðrun­ar­búnaði meðtöld­um.

Kovalain­en var flutt­ur á brott á sjúkra­bör­um og eft­ir skoðun í lækn­ismiðstöð braut­ar­inn­ar var hann flutt­ur með þyrlu á sjúkra­hús til nán­ari skoðunar.

Með úr­slit­un­um í dag breyt­ist staðan nokkuð í keppn­inni um heims­meist­ara­titla formúl­unn­ar. Räikkön­en jók for­ystu sína í keppni ökuþóra úr þrem­ur stig­um í níu. Hamilt­on komst í annað sætið, er með 20 stig,  en úr því féll Nick Heidfeld hjá BMW  og niður í fimmta þar sem hann hlaut eng­in stig í dag.

Ku­bica er þriðji með 19 stig, stigi á eft­ir Hamilt­on, og Massa einu stigi þar á eft­ir í fjórða sæti.  

Með því að hljóta fullt hús, eða 18 stig, komst Ferr­ari fram úr BMW í keppni bílsmiða og hef­ur 12 stiga for­ystu, 47:35, á BMW og 13 stig á McLar­en. Red Bull komst upp fyr­ir Renault með fimmta sæti Webbers og Honda vann sín fyrstu stig á ár­inu er Jen­son Butt­on varð sjötti.

Úrslit kapp­akst­urs­ins í Barcelona

Staðan í stiga­keppni öku­manna og bílsmiða

Räikkönen fagnar sigri í Barcelona.
Räikkön­en fagn­ar sigri í Barcelona. reu­ters
Bíll Kovalainen grófst inn í öryggisvegginn og liggur fargið að …
Bíll Kovalain­en grófst inn í ör­ygg­is­vegg­inn og ligg­ur fargið að hluta til á ökuþórn­um. ap
Spánarkonungur (l.t.h.) heilsaði upp á Alonso fyrir keppni.
Spán­ar­kon­ung­ur (l.t.h.) heilsaði upp á Alon­so fyr­ir keppni. reu­ters
Räikkönen fremstur inn í fyrstu beygju í Barcelona.
Räikkön­en fremst­ur inn í fyrstu beygju í Barcelona. reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert