Útskrift Kovalainen tefst

Kovalainen grefst inn í öryggisvegginn í Barcelona.
Kovalainen grefst inn í öryggisvegginn í Barcelona. ap

Heikki Kovalain­en hjá McLar­en fékk ekki að fara í dag af spít­al­an­um í Barcelona þar sem hann hef­ur verið til rann­sókna og eft­ir­lits í fram­hald­inu af óhapp­inu í Spán­arkapp­akstr­in­um í gær.

Kovalain­en flaug út úr braut­inni og skall á 229 km hraða á ör­ygg­is­vegg eft­ir að vinstri fram­felga gaf sig með þeim af­leiðing­um að dekkið sprakk og bíll­inn varð stjórn­laus.

Talsmaður sjúkra­húss­ins seg­ir að Kovalain­en verði í sjúkra­hús­inu a.m.k. til morg­undags. Hann und­ir­gang­ist hefðbundn­ar rann­sókn­ir sem gerðar eru í fram­haldi af slysi eins og því sem hann varð fyr­ir.

Lækn­ir McLar­en,Aki Hintsa, seg­ir að Kovalain­en sé á góðum bata­vegi.

Mart­in Whit­marsh, fram­kvæmda­stjóri McLar­en, seg­ir að ökuþór­inn hafi m.a. und­ir­geng­ist fulla sneiðmynda­töku á heila og eng­inn skaði eða mar komið í ljós.

Kovalain­en missti meðvit­und við höggið er bíll hans grófst inn í ör­ygg­is­vegg­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert