Hamilton saknar vímunnar sem fylgir keppnissigri

Hamilton svífur inn yfir sviðið í Tróju í tyrkneska leikverkinu.
Hamilton svífur inn yfir sviðið í Tróju í tyrkneska leikverkinu. ap

Lewis Hamilton segir það markmið sitt að vinna sigur í tyrkneska kappakstrinum á sunnudaginn kemur. Hann segist sakna tilfinningarinnar sem fylgir sigri í kappakstri í formúlu-1.

Hamilton vann fyrsta mót ársins, fyrir tveimur mánuðum, en síðan ekki meir. Hefur silfurör McLaren ekki reynst jafn samkeppnisfær og í fyrra.  

„Ég vil vitaskuld stig um helgina, en ég vil sigra. Það er áætlunin, ég sakna sigursins. Ég hef nokkrum sinnum upplifað sigur og til þess er ég hér. Til að sigra,“ hafði breska fréttastofan PAeftir Hamilton.

„Ég hef mikla trú á eigin getu og getu liðsins til að sigra. Ég efast ekkert um það. Þótt það sé hægara sagt en gert að sigra. Ég held við munum eiga góða möguleika um helgina,0147 segir Hamilton einnig.

Hann tók í gærkvöldi þátt í óvenjulegri leiksýningu í Istanbúl þar sem innrás Grikkja í borgina Tróju er yrkisefni. Hún var illunnin en Grikkir laumuðu sér inn í borgina í hest úr tré sem holaður var að innan og skilinn eftir við borgarmúrana. 

Hamilton glímir við annars konar fáka næstu daga, keppnisbíla Ferrariliðsins. Til að rjúfa raðir þeirra og koma í veg fyrir Ferrarisigur þarf McLarenbíll hans að vera nokkurs konar trójuhestur.

Hamilton svífur yfir Tróju og trójuhesturinn blasir við.
Hamilton svífur yfir Tróju og trójuhesturinn blasir við. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert