Piquet fær viðvörun

Piquet hefur fengið viðvörun og þarf að gera betur.
Piquet hefur fengið viðvörun og þarf að gera betur. mbl.is/renaultf1

Nelson Piquet á það á hættu að missa starf sem ökumaður í formúlu-1 bæti hann ekki frammistöðu sína svo um munar, segir Steve Nielsen, íþróttastjóri hjá Renault.

Piquet var reynsluökumaður hjá Renault í fyrra en tók sæti keppnisþórs í byrjun árs og þreytti frumraun sína í formúlu-1 í fyrsta móti ársins. Í mótunum fimm sem lokið er hefur hann hins vegar ekki unnið eitt einasta stig og ætíð orðið á eftir félaga sínum, Fernando Alonso, í tímatökum sem keppni.

Nielsen tekur undir með þeim sem segja að ungi brasilíski ökumaðurinn verði að fara að sýna eitthvað á brautinni. „Hann verður að fara að eiga fleiri góða kafla en slæma, og það fyrr en seinna.

Formúlan er harður heimur og skili menn ekki árangri vita allir hvar þeir enda, það er bara ein leið,“ segir Nielsen.

Piquet féll úr leik í fyrstu lotu tímatökunnar í Istanbúl um sl.helgi og hann segir það taka sinn tíma að ná tökum á að keppa í formúlu-1. „Vonandi bæti ég mið með hverju móti svo maður komist í fremstu röð. Liðið styður vel við bakið á mér, þeir reyna allt sem hægt er til að aðstoða mig og ég hef undan engu að kvarta,“ segir hann.

Forvera Piquet hjá Renault, Heikki Kovalainen, þurfti einnig talsverðan tíma til að ná tökum á keppninni á jómfrúarári sínu í fyrra. Sætti hann m.a. opinberlega gagnrýni af hálfu liðsstjórans Flavio Briatore. Eftir nokkur mót komst hann síðan á flug á seinni helmingi vertíðarinnar og vann eina pallsæti Renault árið 2007, en það var í Japan. 
 

Piquet (t.v.) hefur ekki komist með tærnar þar sem Alonso …
Piquet (t.v.) hefur ekki komist með tærnar þar sem Alonso er með hælana. mbl.is/renaultf1
Piquet á ferð í keppni á Renaultinum.
Piquet á ferð í keppni á Renaultinum. mbl.is/renaultf1
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert