Kristján Einar varð þriðji í Monza

Kristján Einar l.t.h. á verðlaunapallinum í Monza. Í miðjunni Jay …
Kristján Einar l.t.h. á verðlaunapallinum í Monza. Í miðjunni Jay Bridges og l.t.h Hywel Lloyd. mbl.is/fota

Kristján Ein­ar Kristjáns­son varð þriðji í kapp­akstr­in­um í lands­flokki hinn­ar bresku formúlu-3 sem fram fór síðdeg­is í hinni sögu­frægu braut Monza á Ítal­íu.

„Ég er mjög ánægður að vera hér, finnst reynd­ar að það hefði mátt ger­ast fyrr. Vissu­lega var leitt að verða af öðru sæt­inu eft­ir góða keppni við Hywel,“ sagði Kristján Ein­ar á blaðamanna­fundi eft­ir kapp­akst­ur­inn.

Kapp­akst­ur­inn út í gegn háði hann tví­sýnt og hart ein­vígi við hinn velska Hywel Lloyd sem tókst að nota sér kjöl­sogið til að kom­ast fram úr að end­ingu.

„Ég er mjög glaður að hafa náð þessu tak­marki. Í huga mér kom ekk­ert annað til greina en að fara á þenn­an fræga pall á Monza. Sér­stak­lega af því að ég var á leiðinni þangað þegar bíll­inn bilaði í fyrri kapp­akstr­in­um í gær og ég ætlaði ekki að bíða í heilt ár eft­ir næsta tæki­færi,“ sagði Kristján Ein­ar.

„Ég er inni­lega þakk­lát­ur öll­um mín­um mönn­um hjá Carlin og stuðningsaðilun­um, en ég væri ekki hérna nema fyr­ir fjöl­skyld­una mína og þenn­an frá­bæra bak­hjarl sem ég á. Ró­bert Wess­mann á dá­lítið mikið í þess­um bik­ar,“ sagði Kristján Ein­ar enn­frem­ur.

Eft­ir mót­in tvö í Monza er hann í fjórða sæti í stiga­keppni ökuþóra með 40 stig. Við verðlaun­um sín­um tók hann úr hendi breska ökuþórs­ins John Surtees, sem varð nokkr­um sinn­um heims­meist­ari á mótor­hjól­um á ár­un­um 1956, 1958, 1959 og 1960 og heims­meist­ari í formúl-1 árið 1964.

Með ár­angr­in­um brýt­ur Kristján Ein­ar blað í keppni sinni í formúlu-3 því þetta er í fyrsta sinn sem hann stend­ur á verðlaunap­alli.

Með þessu skip­ar Kristján Ein­ar sér á bekk með Vikt­ori Þór Jen­sen og Sverri Þórodds­syni. Vikt­or Þór vann einn sig­ur í lands­flokkn­um í formúlu-3 í fyrra og varð auk þess tvisvar í öðru sæti og tvisvar í þriðja.

Sverr­ir keppti í formúlu-3 á sjö­unda ára­tugn­um en hún var þá næsta formúla fyr­ir neðan formúlu-1. Komst hann tvisvar á verðlaunap­all og var aðeins hárs­breidd frá sigri, ein­mitt í Monza.

Góð frammistaða Kristjáns Ein­ars var sára­bót  fyr­ir Carlin-liðið því liðsfé­lagi hans Andy Meyrick, sem verið hef­ur ósigrandi í flokkn­um til þessa og vann fjög­ur fyrstu mót­in lauk hvor­ug­um kapp­akstr­in­um í Monza vegna árekst­urs.

Meyrick hóf kapp­akst­ur­inn fremst­ur í lands­flokkn­um en Kristján Ein­ar í öðru sæti. Sinn fyrsta sig­ur í lands­flokkn­um vann Bret­inn Jay Bridger, sem hóf keppni þriðji og ann­ar varð Hywel Lloyd er var átt­undi á rásmarki.

Meyrick er efst­ur að stig­um í keppni öku­manna í lands­flokkn­um með 84 stig, Bridger með 72 og Lloyd 67 en hann aflaði 35 stiga í Monza með sigri í gær og öðru sæti í dag.

Vikt­or féll úr leik

Vikt­or Þór Jen­sen keppti í alþjóðaflokkn­um í Monza í dag, en lauk ekki keppni. Féll hann úr leik ásamt fimm öku­mönn­um öðrum í hópárekstri á fyrsta hring. Sjálf­ur slapp hann ómeidd­ur en bíll­inn laskaðist tals­vert. Von­ir standa þó til að lag­færa megi hann fyr­ir næsta kapp­akst­ur sem fram fer á Rock­ing­ham-braut­inni í Bretlandi eft­ir viku.

Kristján Einar (aftar) glímir í Monza við Jay Bridges sem …
Kristján Ein­ar (aft­ar) glím­ir í Monza við Jay Bridges sem ók til sig­urs í lands­flokkn­um. mbl.is/​fota
Kristján Einar á leið út úr fyrstu beygju í Monza.
Kristján Ein­ar á leið út úr fyrstu beygju í Monza. mbl.is/​fota
Kristján Einar á ferð í Monza.
Kristján Ein­ar á ferð í Monza. mbl.is/​fota
Kristján Einar Kristjánsson komst í fyrsta sinn á pall í …
Kristján Ein­ar Kristjáns­son komst í fyrsta sinn á pall í formúlu-3.
Viktor Þór í harðri keppni í Monza.
Vikt­or Þór í harðri keppni í Monza. mbl.is/​james­be­ar­ne
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka