Mosleyhóra kona bresks leyniþjónustumanns

Max Mosley
Max Mosley

Yfirmaður í bresku leyniþjónustunni MI5 hefur verið látinn taka pokann þar sem í ljós kom, að eiginkona hans var ein hóranna fimm sem seldi Max Mosley, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA), blíðu sína.

Að sögn breska blaðsins Sunday Times lék eiginkonan lykilhlutverk í kynsvallinu með Mosley sem stóð yfir í fimm klukkustundir. Er það kom í ljós var maður hennar látinn fara, en um mánuður er liðinn frá því það átti sér stað.

Af öryggisástæðum hefur nafn mannsins ekki verið gefið upp en MI5 sér um innanríkisnjósnir. Yfirstjórnendur MI5 harðneita því að stofnunin hafi átt aðild að því að afhjúpa Mosley sem heldur að hann hafi verið leiddur í gildru.

Hefur hann ráðið einkaspæjara til að komast að hinu sanna í þeim efnum og þá við hverja væri að sakast.  Greidd verður atkvæði um það 3. júní nk. hvort Mosley fái að halda áfram forsetastarfinu hjá FIA sem hann sækist mjög stíft eftir.

Mosley segir sig ómissandi

Í síðustu viku sendi Mosley öllum aðildarfélögum FIA, bíleigendafélögum og bílaíþróttafélögum bréf þar sem hann sagðist sannfærður um að sambandið sæti verr eftir væri hann felldur. Sagði hann borðliggjandi að FIA myndi missa yfirstjórn formúlu-1 úr hendi sér fengi hann ekki að vera forseti áfram.

Stærstu aðildarfélög FIA hafa hins vegar lýst því yfir að honum sé ekki stætt í embætti eftir kynsvallið, sem hafði á sér yfirbragð atburða sem tengdir eru fangabúðum nasista.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert