Hamilton gerði fæst mistök

Hamilton fagnaði sigrinum í Mónakó sem hann hefði aldrei unnið …
Hamilton fagnaði sigrinum í Mónakó sem hann hefði aldrei unnið kappakstur áður. ap

Lewis Hamilton hjá McLaren fór með öruggan sigur af hólmi í tíðinda- og sviptingasömum Mónakókappakstrinum. Urðu honum á færri mistök í brautinni en öðrum en flestir ökuþórarnir fengu skammt af mistökum við erfiðar aðstæður í rigningu. Annar varð Robert Kubica á BMW og þriðji Felipe Massa á Ferrari.

Hamilton fagnaði úrslitunum sem hann hafi aldrei farið með sigur af hólmi í formúlu-1. Með sigrinum og þeirri staðreynd að Kimi Räikkönen hjá Ferrari varð níundi og vann því ekki stig er staðan í keppninni um heimsmeistaratitil ökumann gjörbreytt.

Hamilton hefur náð forystu í fyrsta sinn frá í fyrsta móti ársins, í Melbourne, sem hann vann einnig. Er með 38 stig eða þremur fleira en Räikkönen. Og Massa hefur dregið félaga sinn uppi, er með aðeins einu minna, eða 34 stig. Kubica er svo með 32 svo titilkeppnin hefur jafnast mjög við Mónakókappaksturinn.

Kappaksturinn hófst í rigningu sem ökuþórarnir höfðu óttast, enda ekki lengur með hjálparbúnað eins og skrikvörn og spyrnustýringu til að hemja bílana. Massa byrjaði fremstur og hélt góðri forystu uns hann gerði mistök í upphafi hrings, náði ekki að bremsa inn í beygjuna við  brekkufótinn.

Það þáði Kubica og tók við forystunni en Hamilton var eigi langt undan þótt hann hafi skollið utan í vegg á fimmta hring; sprengt dekk og þurft að taka aukastopp þess vegna. Það réðist síðan á herfræðinni hvernig röð þessara þriggja fremstu yrði og þar sýndu McLarenmenn yfirburði.

Kubica vann sig og fram úr  Massa öðru sinni með því að verða fyrri til að taka seinna þjónustustopp og skipta yfir á þurrdekk. Hann komst í þriðja sinn á pall á árinu í sex mótum og jafnar sinn besta árangur með öðru sætinu.

Hamilton var kominn með rúmlega hálfrar mínútu forskot er öryggisbíllinn var kallaður út í brautina þegar 20 hringir af 78 voru eftir er bremsur brugðust Nico Rosberg með þeim afleiðingum að Williamsbíllinn skall á vegriði og þeyttist milli þeirra til og frá.

Með þessu fuðraði forskot Hamiltons upp en aðrir ökumenn gátu ekki nýtt sér það því hann strunsaði í burtu aftur og var aldrei ógnað. Samkvæmt reglum fór svo að keppnin var stöðvuð eftir tvær klukkustundir en þá vantaði tvo hringi upp á að fullri keppnislengd væri náð.

Kimi Räikkönen missti Kubica fram úr sér í ræsingunni og varð síðan að taka út refsingu þar eð liðsmenn hans voru ekki búnir að setja dekk undir bílinn á rásmarkinu fyrir tilsettan tíma. Voru minna en þrjár mínútur í upphitunarhringinn er þeir kláruðu það.

Sutil maður mótsins

Räikkönen var undir lokin  kominn í fimmta sætið en mistókst á bremsusvæði eftir undirgöngin og ók aftan á mann mótsins, Adrian Sutil hjá Force India sem var fjórði. Braut heimsmeistarinn framvæng sinn og skemmdi fjöðrun Sutil nógu mikið til þess að hann varð að hætta keppni.

Sutil var að vonum afar niðurdreginn og stóð ekki upp úr bílnum í dágóða stund við bílskúr sinn. Hann var eini ökumaðurinn sem ekki hafði gert mistök í brautinni, hafði unnið sig fram úr mörgum með kjarkmiklum tilþrifum og herfræðin gengið mjög vel upp.

Við aftanákeyrslu Räikkönen komust Mark Webber á Red Bull og Sebastian Vettel á Toro Rosso upp í fjórða og fimmta sæti.

Sá síðarnefndi vann með því sín fyrstu stig í ár. Það gerði Rubens Barrichello  á Honda einnig með sjötta sætinu. Liðsfélagar Webber og Vettels misstu stjórn á bílum sínum efst á brekkubrúninni. Fyrst David Coulthard og Sebastien Bourdais rétt á eftir og skall aftan á bíl Coulthard.

Meðan bílarnir voru fjarlægðir var öryggisbíllinn kallaður út í brautina og ók undan hersingunni nokkra hringi.

Fernando Alonso á Renault sýndi full mikla sókndirfsku á fyrstu hringjunum með meira grip á fullum regndekkjum en keppinautarnir. Reyndi að taka fram úr Nick Heidfeld á BMW í hárnálarbeygjunni skömmu fyrir undirgöngin en rakst utan í og skemmdi framvænginn og féll niður um mörg sæti við aukastoppið.

Skömmu áður hafði Alonso rekist utan í vegg og sprengt dekk sem skipta þurfti um - en það tækifæri notaði hann til að taka full regndekk.

Auk þess sem hér segir var kappaksturinn atvikasamur.  Jenson Button á Hondu eyðilagði framvæng er hann reyndi að komast fram úr  Heidfeld á fyrsta hring.  Rosberg þurfti nýja trjónu eftir að hafa ekið inn í Renault Alonso og Timo Glock hjá Toyota snarsneri bílnum þrisvar, þar af braut  hann framvænginn í fyrsta snúningnum, á fjórða hring.

Áður en hann ók aftan á Sutil hafði Räikkönen ekki náð beygju og brotið framvæng sinn. Heimsmeistarinn er eflaust óvinsælasti maðurinn í bílskúr Máttar Indlands eftir kappaksturinn.

Hamilton fagnar öðrum sigrinum á árinu með táknrænum hætti.
Hamilton fagnar öðrum sigrinum á árinu með táknrænum hætti. ap
Starfsmenn McLaren bera Hamilton á herðum sér eftir sigur hans …
Starfsmenn McLaren bera Hamilton á herðum sér eftir sigur hans í Mónakó. ap
Kubica, hér enn á undan Hamilton, átti góðan dag í …
Kubica, hér enn á undan Hamilton, átti góðan dag í Mónakó. ap
Öryggisbíllinn í brautinni fyrra sinni í Mónakó.
Öryggisbíllinn í brautinni fyrra sinni í Mónakó. ap
Massa hélt forystunni eftir ræsinguna.
Massa hélt forystunni eftir ræsinguna. ap
Ron Dennis liðsstjóri McLaren var að vonum ánægður í Mónakó.
Ron Dennis liðsstjóri McLaren var að vonum ánægður í Mónakó. ap
Alonso á ferð í Mónakó. Vogun vinnur og vogun tapar, …
Alonso á ferð í Mónakó. Vogun vinnur og vogun tapar, það sannaðist. reuters
Nico Rosberg fékk að kenna á vegriðunum í Mónakó er …
Nico Rosberg fékk að kenna á vegriðunum í Mónakó er hann náði ekki að bremsa fyrir beygju. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert