Hamilton gerði fæst mistök

Hamilton fagnaði sigrinum í Mónakó sem hann hefði aldrei unnið …
Hamilton fagnaði sigrinum í Mónakó sem hann hefði aldrei unnið kappakstur áður. ap

Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en fór með ör­ugg­an sig­ur af hólmi í tíðinda- og svipt­inga­söm­um Mónakókapp­akstr­in­um. Urðu hon­um á færri mis­tök í braut­inni en öðrum en flest­ir ökuþór­arn­ir fengu skammt af mis­tök­um við erfiðar aðstæður í rign­ingu. Ann­ar varð Robert Ku­bica á BMW og þriðji Felipe Massa á Ferr­ari.

Hamilt­on fagnaði úr­slit­un­um sem hann hafi aldrei farið með sig­ur af hólmi í formúlu-1. Með sigr­in­um og þeirri staðreynd að Kimi Räikkön­en hjá Ferr­ari varð ní­undi og vann því ekki stig er staðan í keppn­inni um heims­meist­ara­titil öku­mann gjör­breytt.

Hamilt­on hef­ur náð for­ystu í fyrsta sinn frá í fyrsta móti árs­ins, í Mel­bour­ne, sem hann vann einnig. Er með 38 stig eða þrem­ur fleira en Räikkön­en. Og Massa hef­ur dregið fé­laga sinn uppi, er með aðeins einu minna, eða 34 stig. Ku­bica er svo með 32 svo titil­keppn­in hef­ur jafn­ast mjög við Mónakókapp­akst­ur­inn.

Kapp­akst­ur­inn hófst í rign­ingu sem ökuþór­arn­ir höfðu ótt­ast, enda ekki leng­ur með hjálp­ar­búnað eins og skrikvörn og spyrnu­stýr­ingu til að hemja bíl­ana. Massa byrjaði fremst­ur og hélt góðri for­ystu uns hann gerði mis­tök í upp­hafi hrings, náði ekki að bremsa inn í beygj­una við  brekku­fót­inn.

Það þáði Ku­bica og tók við for­yst­unni en Hamilt­on var eigi langt und­an þótt hann hafi skollið utan í vegg á fimmta hring; sprengt dekk og þurft að taka auka­stopp þess vegna. Það réðist síðan á herfræðinni hvernig röð þess­ara þriggja fremstu yrði og þar sýndu McLar­en­menn yf­ir­burði.

Ku­bica vann sig og fram úr  Massa öðru sinni með því að verða fyrri til að taka seinna þjón­ustu­stopp og skipta yfir á þurr­dekk. Hann komst í þriðja sinn á pall á ár­inu í sex mót­um og jafn­ar sinn besta ár­ang­ur með öðru sæt­inu.

Hamilt­on var kom­inn með rúm­lega hálfr­ar mín­útu for­skot er ör­ygg­is­bíll­inn var kallaður út í braut­ina þegar 20 hring­ir af 78 voru eft­ir er brems­ur brugðust Nico Ros­berg með þeim af­leiðing­um að Williams­bíll­inn skall á vegriði og þeytt­ist milli þeirra til og frá.

Með þessu fuðraði for­skot Hamilt­ons upp en aðrir öku­menn gátu ekki nýtt sér það því hann strunsaði í burtu aft­ur og var aldrei ógnað. Sam­kvæmt regl­um fór svo að keppn­in var stöðvuð eft­ir tvær klukku­stund­ir en þá vantaði tvo hringi upp á að fullri keppn­is­lengd væri náð.

Kimi Räikkön­en missti Ku­bica fram úr sér í ræs­ing­unni og varð síðan að taka út refs­ingu þar eð liðsmenn hans voru ekki bún­ir að setja dekk und­ir bíl­inn á rásmark­inu fyr­ir til­sett­an tíma. Voru minna en þrjár mín­út­ur í upp­hit­un­ar­hring­inn er þeir kláruðu það.

Su­til maður móts­ins

Räikkön­en var und­ir lok­in  kom­inn í fimmta sætið en mistókst á bremsu­svæði eft­ir und­ir­göng­in og ók aft­an á mann móts­ins, Adri­an Su­til hjá Force India sem var fjórði. Braut heims­meist­ar­inn fram­væng sinn og skemmdi fjöðrun Su­til nógu mikið til þess að hann varð að hætta keppni.

Su­til var að von­um afar niður­dreg­inn og stóð ekki upp úr bíln­um í dágóða stund við bíl­skúr sinn. Hann var eini ökumaður­inn sem ekki hafði gert mis­tök í braut­inni, hafði unnið sig fram úr mörg­um með kjark­mikl­um tilþrif­um og herfræðin gengið mjög vel upp.

Við aftaná­keyrslu Räikkön­en komust Mark Webber á Red Bull og Sebastian Vettel á Toro Rosso upp í fjórða og fimmta sæti.

Sá síðar­nefndi vann með því sín fyrstu stig í ár. Það gerði Ru­bens Barrichello  á Honda einnig með sjötta sæt­inu. Liðsfé­lag­ar Webber og Vettels misstu stjórn á bíl­um sín­um efst á brekku­brún­inni. Fyrst Dav­id Coult­h­ard og Sebastien Bour­da­is rétt á eft­ir og skall aft­an á bíl Coult­h­ard.

Meðan bíl­arn­ir voru fjar­lægðir var ör­ygg­is­bíll­inn kallaður út í braut­ina og ók und­an hers­ing­unni nokkra hringi.

Fern­ando Alon­so á Renault sýndi full mikla sókndirfsku á fyrstu hringj­un­um með meira grip á full­um regndekkj­um en keppi­naut­arn­ir. Reyndi að taka fram úr Nick Heidfeld á BMW í hár­nál­ar­beygj­unni skömmu fyr­ir und­ir­göng­in en rakst utan í og skemmdi fram­væng­inn og féll niður um mörg sæti við auka­stoppið.

Skömmu áður hafði Alon­so rek­ist utan í vegg og sprengt dekk sem skipta þurfti um - en það tæki­færi notaði hann til að taka full regndekk.

Auk þess sem hér seg­ir var kapp­akst­ur­inn at­vika­sam­ur.  Jen­son Butt­on á Hondu eyðilagði fram­væng er hann reyndi að kom­ast fram úr  Heidfeld á fyrsta hring.  Ros­berg þurfti nýja trjónu eft­ir að hafa ekið inn í Renault Alon­so og Timo Glock hjá Toyota snar­sneri bíln­um þris­var, þar af braut  hann fram­væng­inn í fyrsta snún­ingn­um, á fjórða hring.

Áður en hann ók aft­an á Su­til hafði Räikkön­en ekki náð beygju og brotið fram­væng sinn. Heims­meist­ar­inn er ef­laust óvin­sæl­asti maður­inn í bíl­skúr Mátt­ar Ind­lands eft­ir kapp­akst­ur­inn.

Hamilton fagnar öðrum sigrinum á árinu með táknrænum hætti.
Hamilt­on fagn­ar öðrum sigr­in­um á ár­inu með tákn­ræn­um hætti. ap
Starfsmenn McLaren bera Hamilton á herðum sér eftir sigur hans …
Starfs­menn McLar­en bera Hamilt­on á herðum sér eft­ir sig­ur hans í Mónakó. ap
Kubica, hér enn á undan Hamilton, átti góðan dag í …
Ku­bica, hér enn á und­an Hamilt­on, átti góðan dag í Mónakó. ap
Öryggisbíllinn í brautinni fyrra sinni í Mónakó.
Örygg­is­bíll­inn í braut­inni fyrra sinni í Mónakó. ap
Massa hélt forystunni eftir ræsinguna.
Massa hélt for­yst­unni eft­ir ræs­ing­una. ap
Ron Dennis liðsstjóri McLaren var að vonum ánægður í Mónakó.
Ron Denn­is liðsstjóri McLar­en var að von­um ánægður í Mónakó. ap
Alonso á ferð í Mónakó. Vogun vinnur og vogun tapar, …
Alon­so á ferð í Mónakó. Vog­un vinn­ur og vog­un tap­ar, það sannaðist. reu­ters
Nico Rosberg fékk að kenna á vegriðunum í Mónakó er …
Nico Ros­berg fékk að kenna á vegriðunum í Mónakó er hann náði ekki að bremsa fyr­ir beygju. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert