Hátindur ferils Hamilton

Hamilton ánægður á verðlaunapallinum í Mónakó.
Hamilton ánægður á verðlaunapallinum í Mónakó. ap

Lew­is Hamilt­on sagði að sig­ur­inn í Mónakókapp­akstr­in­um í dag yrði há­tind­ur fer­ils­ins það sem eft­ir lifði. Eft­ir vand­ræði í byrj­un tókst hon­um að  aka til sig­urs og taka for­ystu í keppn­inni um heims­meist­ara­titil ökuþóra.

„Þetta er há­tind­ur fer­ils­ins og ég er viss um að svo verður það sem eft­ir er lífs­ins. Á síðustu hringj­un­um varð mér hugsað til Ayrt­on [Senna] sem fór hér með sig­ur af hólmi. Sig­ur­til­finn­ing­in er ótrú­leg,“ sagði Hamilt­on.

Hann rakst utan í vegg á fyrstu hringj­un­um, sprengdi við það dekk og varð að koma inn í bíl­skúr og fá ný. Hann hafði náð rúm­lega hálfr­ar mín­útu for­ystu er ör­ygg­is­bíll var kallaður öðru sinni út í braut­ina er um 20 hring­ir voru eft­ir.

Við það gufaði for­skotið upp en Hamilt­on sagðist hafa átt nóg inni, hafði verið gert að halda aft­ur af bíln­um,  og ekki ótt­ast stöðuna sem þá kom upp.

Í keppn­inni um titil ökuþóra hef­ur Hamilt­on þriggja stiga for­ystu á Kimi Räikkön­en hjá Ferr­ari, 38:35. Felipe Massa hjá Ferr­ari er með 34 stig og Robert Ku­bica hjá BMW 32.

Hamilton ók utan í vegg snemma og eyðilagði afturdekk.
Hamilt­on ók utan í vegg snemma og eyðilagði aft­ur­dekk. ap
Hamilton fagnar sigrinum með McLarenstjóranum Ron Dennis.
Hamilt­on fagn­ar sigr­in­um með McLar­en­stjór­an­um Ron Denn­is.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert