Hátindur ferils Hamilton

Hamilton ánægður á verðlaunapallinum í Mónakó.
Hamilton ánægður á verðlaunapallinum í Mónakó. ap

Lewis Hamilton sagði að sigurinn í Mónakókappakstrinum í dag yrði hátindur ferilsins það sem eftir lifði. Eftir vandræði í byrjun tókst honum að  aka til sigurs og taka forystu í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra.

„Þetta er hátindur ferilsins og ég er viss um að svo verður það sem eftir er lífsins. Á síðustu hringjunum varð mér hugsað til Ayrton [Senna] sem fór hér með sigur af hólmi. Sigurtilfinningin er ótrúleg,“ sagði Hamilton.

Hann rakst utan í vegg á fyrstu hringjunum, sprengdi við það dekk og varð að koma inn í bílskúr og fá ný. Hann hafði náð rúmlega hálfrar mínútu forystu er öryggisbíll var kallaður öðru sinni út í brautina er um 20 hringir voru eftir.

Við það gufaði forskotið upp en Hamilton sagðist hafa átt nóg inni, hafði verið gert að halda aftur af bílnum,  og ekki óttast stöðuna sem þá kom upp.

Í keppninni um titil ökuþóra hefur Hamilton þriggja stiga forystu á Kimi Räikkönen hjá Ferrari, 38:35. Felipe Massa hjá Ferrari er með 34 stig og Robert Kubica hjá BMW 32.

Hamilton ók utan í vegg snemma og eyðilagði afturdekk.
Hamilton ók utan í vegg snemma og eyðilagði afturdekk. ap
Hamilton fagnar sigrinum með McLarenstjóranum Ron Dennis.
Hamilton fagnar sigrinum með McLarenstjóranum Ron Dennis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert