Räikkönen fær það óþvegið

Norbert Haug í samtali við Florian König (t.h.) og Niki …
Norbert Haug í samtali við Florian König (t.h.) og Niki Lauda (t.v.), sjónvarpsmenn RTL, við mótorheimili McLaren í Spa í Belgíu í fyrra. mbl.is/Ágúst Ásgeirsson

„Ég skil ekki hvernig tekjuhæsti ökumaðurinn getur ekið jafn heimskulega,“ sagði Niki Lauda, fyrrverandi heimsmeistari í formúlu-1, um frammistöðu Kimi Räikkönen hjá Ferrari í Mónakó.

Dómarar keppninnar ákváðu að hafast ekkert að gegn Räikkönen fyrir að aka aftan á Adrian Sutil hjá Force India með þeim afleiðingum að Sutil féll úr leik þegar stutt var eftir. Þá var hann í fjórða sæti og á leið til síns langbesta árangurs í keppni.

Räikkönen skemmdi bíl  sinn og lauk ekki keppni í stigasæti og fyrir bragðið missti hann forystuna í keppninni um titil ökuþóra til Lewis Hamilton hjá McLaren, sem fór með sigur af hólmi í kappakstrinum.

Heimsmeistarinn þótti grunsamlega lengur í förum en fremstu keppinautarnir og auk þess að hafa góðan árangur af Sutil og liði hans braut hann sjálfur tvisvar framvæng sinn í keppninni.

Lauda þótti ekki mikið til Räikkönen koma og sagði frammistöðu heimsmeistarans hafa verið heimskulega. Lauda ók á sínum tíma fyrir Ferrari en starfar nú m.a. sem skýrandi hjá þýsku sjónvarpsstöðinni RTL.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert