„Räikkönen ringlaður“

Räikkönen fær á baukinn hjá ítölskum fjölmiðlum eftir keppnina í …
Räikkönen fær á baukinn hjá ítölskum fjölmiðlum eftir keppnina í Mónakó. ap

Spjótin standa úr öllum áttum á Kimi Räikkönen eftir kappaksturinn í Mónakó. Ítalskir fjölmiðlar eru þar engin undantekning en auk þess að hefja ökumenn Ferrari til skýjanna þegar vel gengur eru þeir miskunnlausir þegar þeim mislíkar frammistaða þeirra.

Á því hefur Räikkönen fengið að kenna í vikunni. Hafa ítölsk blöð enga miskunn sýnt honum fyrir frammistöðuna og það að glata úr höndum sér forystunni í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna.

„Räikkönen: hægur og ringlaður. Í sumum mótum er eins og hann sé annars staðar,“ skrifaði íþróttadagblaðið La Gazzetta dello Sport sem þykir málsmetandi fjölmiðill.

Eftir að hafa náð öðru sæti í tímatökunum á eftir félaga sínum Felipe Massa lauk Räikkönen fyrst keppni í níunda sæti og því án stiga. Hann þótti almennt sýna hraðaleysi í kappakstrinum og leið fyrir  tvenn akstursmistök.

Blaðið Liberta ályktaði þann veg að „einungis“ Felipe Massa hafi „bjargað heiðri Maranello“ í Mónakó, en í Maranello eru höfuðstöðvar Ferrariliðsins.

Rómarblaðið l'Unitavar jafn undrandi sem önnur á frammistöðu Räikkönens og spurði í fyrirsögn: „Kimi, hvað var þetta?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert