Ferrari í sérflokki

Massa sigrar í Magny-Cours.
Massa sigrar í Magny-Cours. reuters

Felipe Massa hjá Ferr­ari var í þessu að vinna ör­ugg­an sig­ur í franska kapp­akstr­in­um og taka for­ystu í keppn­inni um heims­meist­ara­titil ökuþóra. Ann­ar varð fé­lagi hans Kimi Räikkön­en sem varð að gefa eft­ir um tíma vegna skemmda en komst aft­ur á ferðina og tryggði Ferr­ari tvö­fald­an sig­ur.

Sig­ur Massa er sá þriðji á ár­inu og sá átt­undi á ferl­in­um. Með hon­um tók hann for­ystu í stiga­keppn­inni um heims­meist­ara­titil ökuþóra af Robert Ku­bica hjá BMW. Á þeim mun­ar þó aðeins tveim­ur stig­um, 48:46. Og Räikkön­en vann sig upp um sæti, komst upp fyr­ir Lew­is Hamilt­on og er með 43 stig gegn 38 stig­um Hamilt­ons.

Hamilt­on átti aldrei mögu­leika á stiga­sæti eft­ir að hon­um var gert að aka gegn­um bíl­skúr­arein­ina sem akst­ur­svíti fyr­ir að und­ir­skjóta beygju í framúrakstri snemma í kapp­akstr­in­um. Hóf hann keppni í 13. sæti vegna vít­is sem hon­um var gert eft­ir síðasta mót.

Bil­un í púst­grein olli því að Räikkön­en varð að hægja ferðina um miðbik kapp­akst­urs­ins. Við það gufaði upp gott for­skot hans, Massa dró hann uppi og komst fram úr á 38. hring af 70. Og þótt hann sparaði bíl sinn það sem eft­ir var reynd­ist Räikkön­en unnt að klára keppn­ina í öðru sæti.

Fyrsta verðlauna­sæti Toyota í 27 mánuði 

Jarno Trulli hjá Toyota skaust upp í þriðja sæti í ræs­ing­unni og stóðst síðan harðar at­lög­ur á loka­hringj­un­um frá Heikki Kovalain­en á McLar­en og hélt sæt­inu. Minnstu munaði að illa færi er Kovalain­en reyndi framúrakst­ur á von­laus­um stað, ut­an­vert inn að hægri beygju. Bíl­arn­ir rák­ust sam­an en bet­ur fór en á horfðist og báðir komust klakk­laust frá at­vik­inu.

Er þetta í fyrsta sinn frá  í Mel­bour­ne fyr­ir tveim­ur árum, 2006, sem ökumaður Toyota kemst á verðlaunap­all í formúlu-1.

Árang­ur­inn til­einkaði Trulli og Toyota fyrsta liðsstjóra sín­um, Ove And­ers­son, sem beið bana í bíl­slysi fyr­ir rúmri viku.

Til­raun­ir Fern­ando Alon­so til að koma Renault í fyrsta sinn á verðlaunap­all í ár fjöruðu mikið til út í ræs­ing­unni þar sem hann féll ú þriðja sæti í það fimmta á fyrstu metr­un­um. Hann vann sig aft­ur fram úr Ku­bica en dalaði á ný í fyrstu lotu þjón­ustu­stoppa þar sem hann stoppaði mun fyrr en helstu keppi­naut­arn­ir.

Und­ir lok­in dró Alon­so  Mark Webber á Red Bull uppi og freistaði að kom­ast fram úr á næst­síðasta hring. Rann þá til í vætu í beygju með þeim af­leiðing­um að liðsfé­lagi hans Nel­son Piqu­et komst fram úr.

Piqu­et ók vel og öfl­ugt alla leið og varð sjö­undi í mark og vann sín fyrstu stig á vertíðinni. Jafn­framt hef­ur hann ekki áður orðið á und­an Alon­so, hvorki í tíma­tök­um né keppni. Var tími til kom­inn að hann sýndi eitt­hvað því slak­ur ár­ang­ur hans til þessa hafði aukið lík­ur á því við nær hvert mót að hann yrði sett­ur af.

Aðeins einn ökumaður féll úr leik, Jen­son Butt­on á Honda, vegna skemmda sem urðu á Hond­unni við samstuð við Sebastien Bour­da­is á Toro Rosso á fyrsta hring.

Úrslit kapp­akst­urs­ins í Ist­an­búl

Staðan í stiga­keppni öku­manna og bílsmiða

Räikkönen hér enn á undan Massa í kappakstrinum í Magny-Cours.
Räikkön­en hér enn á und­an Massa í kapp­akstr­in­um í Magny-Cours. reu­ters
Trulli með Kubica á hælum sér í Magny-Cours.
Trulli með Ku­bica á hæl­um sér í Magny-Cours. reu­ters
Massa hrósar sigri í franska kappakstrinum í Magny-Cours.
Massa hrós­ar sigri í franska kapp­akstr­in­um í Magny-Cours. reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert