„Í Bandaríkjunum hefur almenningur ekki hugmynd um hver Lewis Hamilton er og því gæti vart verið meira sama,“ fullyrðir Juan Pablo Montoya, ökuþór, sem nú keppir við góðan orðstír í Bandaríkjunum.
Sendir karlinn háðsglósurnar yfir ökumenn og forráðamenn formúlu 1 sem séu allir svo vissir um að formúlan sé einstök. „Það er hún ekki heldur þvert á móti er hún leiðinleg í samanburði við keppnir hér í Bandaríkjunum.“
Klykkir karl út með þeim orðum að honum detti ekki í hug að snúa aftur enda gengur honum vel í Nascar kappakstrinum en þar var hann valinn nýliði ársins á sínu fyrsta ári.