Hamilton frástur á lokadegi

Söngkonan Nicole Scherzinger fylgdi Hamilton til afmæliskvöldverðar Nelson Mandela í …
Söngkonan Nicole Scherzinger fylgdi Hamilton til afmæliskvöldverðar Nelson Mandela í London í gær. reuters

Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en setti hraðasta hring dags­ins í Si­vler­st­onebraut­inni í dag. Með því lauk þriggja daga æf­ingalotu formúluliðanna, en breski kapp­akst­ur­inn fer fram í braut­inni eft­ir rúma viku.

Hamilt­on mætti til leiks í dag og tók við silfurör McLar­en af fé­laga sín­um  Heikki Kovalain­en, sem ók hraðast í gær. Setti Hamilt­on besta braut­ar­tíma vik­unn­ar og var sex tí­undu úr sek­úndu fljót­ari með hring­inn en næsti maður, Timo Glock hjá Toyota.

Glock ók á bíl Dav­id Coult­h­ard hjá Red Bull í lok svo­nefnds flug­skýl­is­vegs.

Rok olli liðunum nokkr­um vand­ræðum. Ein­ung­is Hamilt­on og Glock óku hring­inn á inn­an við 80 sek­únd­um. Þriðja besta tím­ann setti  Kimi Räikkön­en á Ferr­ari.

Hjá Renault tók Fern­ando Alon­so við af Nels­in­ho Piqu­et og setti hann fjórða besta tím­ann er hann batt enda á und­ir­bún­ing franska liðsins fyr­ir breska kapp­akst­ur­inn.

Niðurstaða akst­urs­ins varð sem hér seg­ir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Hri.
1. Hamilt­on McLar­en 1:19.170 88
2. Glock Toyota 1:19.815 79
3. Räikkön­en Ferr­ari 1:20.321 60
4. Alon­so Renault 1:20.862 78
5. Heidfeld BMW 1:21.011 93
6. Nakajima Williams 1:21.059 70
7. Su­til Force 1:21.331 71
8. Barrichello Honda 1:21.344 94
9. Bour­da­is Toro Rosso 1:21.432 76
10. Coult­h­ard Red Bull 1:22.232 31
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert