Hamilton á ráspól í Hockenheim

Hamilton fagnar pólnum í Hockenheim með næstu menn sér við …
Hamilton fagnar pólnum í Hockenheim með næstu menn sér við hlið; Kovalainen (t.v.) og Massa. ap

McLar­enliðið stend­ur vel að vígi við upp­haf heimakapp­akst­urs Mercedes, ann­ars aðal­eig­anda liðsins, því Lew­is Hamilt­on vann rá­spól­inn rétt í þessu í Hocken­heim og Heikki Kovalain­en varð þriðji. Milli þeirra legg­ur af stað Felipe Massa hjá Ferr­ari. 

Keppn­in um pól­inn stóð fyrst og fremst milli Massa og Hamilt­ons en Kovalain­en komst úr tí­unda sæti í það þriðja með seinni tíma­tilraun sinni í lokalot­unni. Stefndi hann til topp­sæt­is í fyrri til­raun­inni en hún fór for­görðum er hann rann út úr braut­inni und­ir lok hrings­ins.

Kimi Räikkön­en átti alltaf á bratt­ann að sækja og setti aðeins sjötta besta tím­ann, bæði í lokalot­unni og eins ann­arri lot­unni. Á rásmarki fyr­ir fram­an hann auk áður­nefndra verða þeir Jarno Trulli á Toyota og Fern­ando Alon­so á Renault.

Alon­so setti næst­besta tím­ann í fyrri tíma­tilraun lokalot­unn­ar og var fjórði eft­ir seinni um­ferðina. Trulli átti eitt­hvað inni því hann komst upp fyr­ir í sinni síðustu til­raun.

Heimamaður­inn Nick Heidfeld á BMW klúðraði tíma­tilraun­um sín­um í ann­arri lotu og komst ekki í loka­keppn­ina. Hef­ur hann keppni í tólfta sæti. Upp­skera heima­manna var ann­ars rýr, aðeins einn hinna fimm þýsku ökuþóra verður á fremri helm­ingi rásmarks­ins, Sebastian Vettel hjá Toro Rosso, yngsti kepp­andi formúl­unn­ar.

Til marks um hversu jöfn keppn­in var skildu aðeins 0,22 sek­únd­ur ní­unda mann og þann sextánda að í fyrstu lotu tíma­tök­unn­ar. Vegna þessa mátti allt eins bú­ast við að ein­hver stærri nöfn féllu úr leik, jafn­vel í fyrstu lotu. Alon­so geymdi það lengi að koma sér upp úr fallsæti en liðsfé­lagi hans, Nel­son Piqu­et, sat eft­ir og kenndi Vettel, sem var á inn­hring, um að hafa tafið ferð sína.

Niðurstaðan úr tíma­tök­un­um varð ann­ars sem hér seg­ir:

Hamilton var öflugastur í tímatökunum í Hockenheim.
Hamilt­on var öfl­ug­ast­ur í tíma­tök­un­um í Hocken­heim. reu­ters
Hamilton í Hockenheim.
Hamilt­on í Hocken­heim. reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert