McLarenliðið stendur vel að vígi við upphaf heimakappaksturs Mercedes, annars aðaleiganda liðsins, því Lewis Hamilton vann ráspólinn rétt í þessu í Hockenheim og Heikki Kovalainen varð þriðji. Milli þeirra leggur af stað Felipe Massa hjá Ferrari.
Keppnin um pólinn stóð fyrst og fremst milli Massa og Hamiltons en Kovalainen komst úr tíunda sæti í það þriðja með seinni tímatilraun sinni í lokalotunni. Stefndi hann til toppsætis í fyrri tilrauninni en hún fór forgörðum er hann rann út úr brautinni undir lok hringsins.
Kimi Räikkönen átti alltaf á brattann að sækja og setti aðeins sjötta besta tímann, bæði í lokalotunni og eins annarri lotunni. Á rásmarki fyrir framan hann auk áðurnefndra verða þeir Jarno Trulli á Toyota og Fernando Alonso á Renault.
Alonso setti næstbesta tímann í fyrri tímatilraun lokalotunnar og var fjórði eftir seinni umferðina. Trulli átti eitthvað inni því hann komst upp fyrir í sinni síðustu tilraun.
Heimamaðurinn Nick Heidfeld á BMW klúðraði tímatilraunum sínum í annarri lotu og komst ekki í lokakeppnina. Hefur hann keppni í tólfta sæti. Uppskera heimamanna var annars rýr, aðeins einn hinna fimm þýsku ökuþóra verður á fremri helmingi rásmarksins, Sebastian Vettel hjá Toro Rosso, yngsti keppandi formúlunnar.
Til marks um hversu jöfn keppnin var skildu aðeins 0,22 sekúndur níunda mann og þann sextánda að í fyrstu lotu tímatökunnar. Vegna þessa mátti allt eins búast við að einhver stærri nöfn féllu úr leik, jafnvel í fyrstu lotu. Alonso geymdi það lengi að koma sér upp úr fallsæti en liðsfélagi hans, Nelson Piquet, sat eftir og kenndi Vettel, sem var á innhring, um að hafa tafið ferð sína.
Niðurstaðan úr tímatökunum varð annars sem hér segir:
RöðÖkuþórBíllLota 1Lota 2Lota 3Hri.1.Hamilton McLaren1:15.2181:14.603 1:15.666 132.Massa Ferrari1:14.9211:14.747 1:15.859 163.KovalainenMcLaren1:15.4761:14.855 1:16.143 174.Trulli Toyota 1:15.5601:15.122 1:16.191 215.Alonso Renault1:15.9171:14.943 1:16.385 196.RäikkönenFerrari1:15.2011:14.949 1:16.389 197.Kubica BMW 1:15.9851:15.109 1:16.521 208.Webber Red Bull1:15.9001:15.481 1:17.014 209.Vettel Toro Rosso1:15.5321:15.420 1:17.244 2210.CoulthardRed Bull1:15.9751:15.338 1:17.503 2011.Glock Toyota 1:15.5601:15.508 1712.HeidfeldBMW 1:15.5961:15.581 1413.Rosberg Williams1:15.8631:15.633 1614.Button Honda 1:15.9931:15.701 1515.BourdaisToro Rosso1:15.9271:15.858 1516.NakajimaWilliams1:16.0831017.Piquet Renault1:16.189718.BarrichelloHonda 1:16.2461019.Sutil Force India1:16.6571020.FisichellaForce India1:16.96310