Krísa hjá Ferrari

Massa í hliðarskrensi milli McLarenbílanna í fyrstu beygjum eftir ræsingu …
Massa í hliðarskrensi milli McLarenbílanna í fyrstu beygjum eftir ræsingu í Hockenheim. reuters

Ferrariforsetinn Luca di Montezemolo er eigi alls kostar ánægður með frammistöðu kappakstursliðs fyrirtækisins í formúlu-1. Hann stjórnaði sjálfur fundi í höfuðstöðvum liðsins í Maranello á Ítalíu þar sem farið var yfir keppni gærdagsins í Hockenheim. Ítalskir fjölmiðlar segja kreppu hjá liðinu.

„Hætta hjá Ferrari,“ sagði í fyrirsögn íþróttadagblaðsins La Gazzetta dello Sport eftir að F2008-bíll Ferrari stóðst McLarenbíl Lewis Hamilton ekki snúning í Hockenheim.

„Maranelloliðið gat einungis varist en aldrei sótt. Það beið einn sinn þungbærasta ósigur í ár,“ sagði blaðið.

Eftir það sem Ítalir kölluðu annars flokks frammistöðu í Silverstone tveimur vikum fyrir kappaksturinn í Hockenheim, sagðist Montezemolo ekki vilja sjá fleiri „heimskupör“ frá liði sínu.

Forsetinn sagði slíkt ekki ganga ætlaði Ferrari að verja heimsmeistaratitla sína. Í hlut liðsins komu báðir titlar formúlunnar í fyrra. Räikkönen vann titil ökuþóra eftir jafna og spennandi keppni við ökumenn McLaren; Fernando Alonso og Hamilton. Titill bílsmiða féll liðinu til er McLaren var svipt stigum í keppni bílsmiða vegna njósnamála.

Við ítalska fjölmiðla sagði Montezemolo fyrir fundinn í dag: „Við þurfum að komast að því hvers vegna við vorum hægari í Þýskalandi en nokkru sinni fyrr á þessu ári.“

Strax munaði miklu á McLaren (Hamilton) og Ferrari (Massa) eftir …
Strax munaði miklu á McLaren (Hamilton) og Ferrari (Massa) eftir aðeins einn hring í Hockenheim. reuters
Räikkönen í keppninni í Hockenheim.
Räikkönen í keppninni í Hockenheim. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert