Räikkönen segir bíla McLaren orðna betri en Ferrari

Ökuþórar og aðrir liðsmenn McLaren fögnuðu árangrinum í Hockenheim.
Ökuþórar og aðrir liðsmenn McLaren fögnuðu árangrinum í Hockenheim. ap

Kimi Räikkönen sagði eftir þýska kappaksturinn í Hockenheim, að Ferrari hefði dregist aftur úr McLaren. Áttu ökuþórar Ferrari á brattann að sækja í Hockenheim. Urðu í aðeins þriðja og sjötta sæti en á sama tíma tókst Lewis Hamilton að yfirstíga herfræðimistök og aka úr fimmta sæti í það fyrsta á lokahringjunum.

Räikkönen var spurður að því hvort úrslitin í Hockenheim þýddu að bílar McLaren væru hraðskreiðari en Ferrari. Svarið lét ekki á sér standa: „Það lítur út fyrir það. Enginn vafi leikur á því að þeir voru mjög öflugir um helgina.

Þeir voru einnig mjög góðir í síðasta kappakstri. Vonandi finnum við einhverjar lausnir á vandamálum okkar svo við komust aftur þar sem við eigum að vera,“ segir heimsmeistarinn.

Räikkönen segist aldrei hafa tekist að gera bíl sinn þannig úr garði í Hockenheim að honum líkaði við hann. „Úrslitin eru ekki beinlínis þau sem við vonuðumst eftir. Helgin var mjög erfið. Á endanum var bíllinn orðinn nokkuð betri en var illur meðfæris alla helgina. Við þurfum að skoða málið og bæta úr því.

Ég veit ekki hvort það er uppsetningin en bíllinn lét illa að stjórn alla helgina og hann var erfiður framan af kappakstrinum. Ég náði mér aðeins á skrið undir lokin en helgin hefur verið mjög erfið. Við þurfum að skoða málið við næsta reynsluakstur og finna lausn á þessu.

Annars verðum við að horfa fram á við og velta okkur ekki of mikið upp úr þessu. Eftir mót sem þetta verðum við bara að leggja hart að okkur og  bæta okkur,“ segir Räikkönen.

Undir lok kappakstursins sótti heimsmeistarinn stíft og tók þá með tilþrifum og af öryggi fram úr Nico Rosberg hjá Williams, Fernando Alonso hjá Renault, Sebastian Vettel á Toro Rosso, Jarno Trulli á Toyota og Robert Kubica hjá BMW.

„Það var ágætt en án þessa framúraksturs hefði ég orðið enn aftar,“ sagði Räikkönen sem með tilþrifunum bjargaði Ferrari frá enn verri útkomu.

Räikkönen umkringdur rásmarkspæjum fyrir kappaksturinn í Hockenheim.
Räikkönen umkringdur rásmarkspæjum fyrir kappaksturinn í Hockenheim. ap
Ferraribílarnir áttu engin svör við krafti Hamiltons.
Ferraribílarnir áttu engin svör við krafti Hamiltons. reuters
Hamilton, fremstur, þá Piquet og loks Massa á ferð í …
Hamilton, fremstur, þá Piquet og loks Massa á ferð í kappakstrinum í Hockenheim. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka