FIA rannsakar vél Hamiltons

Hamilton á undan Massa hjá Ferrari í ræsingunni í Hockenheim.
Hamilton á undan Massa hjá Ferrari í ræsingunni í Hockenheim. ap

Tæknimenn Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) innsigluðu mótorinn í keppnisbíl Lewis Hamilton eftir kappaksturinn í Hockenheim. Verður hann tekinn til sérstakrar skoðunar.

Ákvörðun tæknimanna FIA í Hockenheim er í samræmi við reglur og venjur og þurfa á engan hátt að byggjast á einhverjum grunsemdum um að ekki sé allt með felldu í tengslum við mótorinn.

Í ákvörðun um skoðunina er vísað í fimmtu grein í tæknireglum formúlunnar og segir að skoðunin fari fram fyrir ungverska kappaksturinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert