Hamilton fljótastur sem fyrr

Hamilton var fljótastur í morgun í Búdapest.
Hamilton var fljótastur í morgun í Búdapest. mbl.is/mclarenf1

Lewis Hamilton hjá McLaren ók rétt í þessu hraðast á lokaæfingunni í Búdapest, en hann setti einnig besta tíma gærdagsins. Hann segir bílinn öflugri en áður en tvö síðustu mót vann hann með yfirburðum.

Felipe Massa á Ferrari setti næstbesta tímann en var rúmlega þremur tíundu úr sekúndu lengur með hringinn en Hamilton. Massa var þó eini ökumaðurinn af þeim fremstu sem notaði aðeins harðari dekkin alla æfinguna.

Timo Glock hjá Toyota varð óvænt í þriðja sæti eftir að hafa veri ðalla æfinguna með þeim fremstu.

Heikki Kovalainen hjá McLaren setti fjórða besta tímann og var með nýju vængtrjónuna sem þeir Hamilton prófuðu með góðum árangri í gær.

Nelson Piquet hjá Renault lét einnig til sín taka og var um tíma næstfljótastur en átti að lokum fimmta besta hringinn. Ökumenn Toro Rosso létu einnig verulega að sér kveða. Sebastien Bourdais setti sjöunda besta tímann og Sebastian Vettel þann áttunda.

Kimi Räikkönen hjá Ferrari átti aðeins níunda besta tímann en hann komst lítt áfram á lokahring sínum vegna bílafjölda í brautinni.

Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Bil Hri.
1. Hamilton McLaren 1:20.228 14
2. Massa Ferrari 1:20.567 +0.339 14
3. Glock Toyota 1:20.623 +0.395 21
4. Kovalainen McLaren 1:20.657 +0.429 15
5. Piquet Renault 1:20.917 +0.689 21
6. Heidfeld BMW 1:21.096 +0.868 15
7. Bourdais Toro Rosso 1:21.179 +0.951 21
8. Vettel Toro Rosso 1:21.184 +0.956 22
9. Räikkönen Ferrari 1:21.187 +0.959 18
10. Rosberg Williams 1:21.195 +0.967 19
11. Alonso Renault 1:21.228 +1.000 21
12. Nakajima Williams 1:21.357 +1.129 17
13. Coulthard Red Bull 1:21.489 +1.261 16
14. Trulli Toyota 1:21.601 +1.373 18
15. Barrichello Honda 1:21.703 +1.475 20
16. Webber Red Bull 1:21.752 +1.524 17
17. Button Honda 1:21.772 +1.544 19
18. Kubica BMW 1:21.975 +1.747 18
19. Fisichella Force India 1:22.189 +1.961 22
20. Sutil Force India 1:22.550 +2.322 23
Massa klár til aksturs í Búdapest.
Massa klár til aksturs í Búdapest. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert