McLarenbílarnir fremstir

Kovalainen og Hamilton fagna fremstu rásröð í Búdapest.
Kovalainen og Hamilton fagna fremstu rásröð í Búdapest. ap

Lewis Hamilton vann keppnina um ráspól ungverska kappakstursins rétt í þessu og liðsfélagi hans Heikki Kovalainen varð annar. Hefja þeir því keppni af fremstu ráslínu á morgun. Þriðji varð Felipe Massa á Ferrari en félagi hans og heimsmeistari, Kimi Räikkönen, varð aðeins sjötti.

Ráspóllinn er sá tíundi sem Hamilton vinnur á ferlinum og með honum er hann í kjöraðstöðu til að aka til sigurs þriðja kappaksturinn í röð. Þá tvo síðustu vann hann af miklu öryggi og með yfirburðum.

Kovalainen gekk illa í fyrri tímatilrauninni í lokalotunni og setti þá aðeins níunda besta tíma. En bætti um betur svo um munaði í seinni atlögunni að tíma.

Massa bjargaði heiðri Ferrari en Räikkönen minnti lítt á heimsmeistara í dag fremur en í undanförnum mótum.

Robert Kubica hjá BMW bætti sig og bætti eftir því sem á tímatökurnar leið og hafnaði á endanum í fjórða sæti. Allt annar gangur var á liðsfélaga hans Nick Heidfeld sem féll úr leik í fyrstu lotu og varð 16.

Maður tímatökunnar er tvímælalaust Timo Glock hjá Toyota. Var efstur eftir fyrri umferð lokalotunnar en hafnaði endanlega í fimmta sæti og hefur aldrei náð svo langt á ferlinum í tímatökum. Glock varð fjórum sætum framar liðsfélaga sínum Jarno Trulli.

Allt stefnir í harða keppni um fjórða sæti í stigakeppni bílsmiða þar sem Red Bull, Toyota og Renault bítast. Fernando Alonso og Nelson Piquet hjá franska liðinu urðu í sjöunda og tíunda sæti en milli þeirra eru Mark Webber á Red Bull og Trulli.

Williamsliðið átti erfiðan dag en Nico Rosberg gat ekki klárað aðra lotu vegna vökvakerfisbilunar.

Niðurstaða tímatökunnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Lota 1 Lota 2 Lota 3 Hri.
1. Hamilton McLaren 1:19.376 1:19.473 1:20.899 12
2. Kovalainen McLaren 1:19.945 1:19.480 1:21.140 16
3. Massa Ferrari 1:19.578 1:19.068 1:21.191 16
4. Kubica BMW 1:20.053 1:19.776 1:21.281 19
5. Glock Toyota 1:19.980 1:19.246 1:21.326 24
6. Räikkönen Ferrari 1:20.006 1:19.546 1:21.516 19
7. Alonso Renault 1:20.229 1:19.816 1:21.698 15
8. Webber Red Bull 1:20.073 1:20.046 1:21.732 18
9. Trulli Toyota 1:19.942 1:19.486 1:21.767 20
10. Piquet Renault 1:20.583 1:20.131 1:22.371 19
11. Vettel Toro Rosso 1:20.157 1:20.144 17
12. Button Honda 1:20.888 1:20.332 15
13. Coulthard Red Bull 1:20.505 1:20.502 16
14. Bourdais Toro Rosso 1:20.640 1:20.963 16
15. Rosberg Williams 1:20.748 10
16. Heidfeld BMW 1:21.045 7
17. Nakajima Williams 1:21.085 9
18. Barrichello Honda 1:21.332 8
19. Fisichella Force India 1:21.670 9
20. Sutil Force India 1:22.113 10
Glock var maður tímatökunnar.
Glock var maður tímatökunnar. ap
Heidfeld setti upp þykk svört sólgleraugu eftir að hann féll …
Heidfeld setti upp þykk svört sólgleraugu eftir að hann féll úr leik í fyrstu lotu. ap
Rosberg fylgdist með af stjórnborði eftir að bíllinn bilaði.
Rosberg fylgdist með af stjórnborði eftir að bíllinn bilaði. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert