Lauda afskrifar Räikkönen

Niki Lauda (t.v.) með öðrum meistara, Alain Prost, er þeir …
Niki Lauda (t.v.) með öðrum meistara, Alain Prost, er þeir voru liðsfélagar hjá Ferrari.

Niki Lauda, sem varð á sínum tíma heimsmeistari ökuþóra sem liðsmaður Ferrari, hefur afskrifað núverandi meistara, Kimi Räikkönen, í titilslagnum í ár.

Lauda segir keppnina munu standa vertíðina út í gegn milli Ferrari og McLaren. En þótt Räikkönen, sem ekur Ferrari, sé örlítið á undan liðsfélaga sínum Felipe Massa að stigum telur Lauda að Massa eigi meiri möguleika gegn Lewis Hamilton hjá McLaren.

„Til þessa hefur keppnin verið milli  Massa og Hamilton því frammistaða Räikkönens hefur verið upp og niður alla tíð,“ er haft eftir Lauda á opinberu vefsetri formúlu-1.

Lauda bendir á, að meðan titilkandidatar hafi tilhneigingu til mistaka hafi Massa ekið af „fullkomnun“ í síðasta móti, í Búdapest, uns mótorinn í bílnum gaf sig aðeins þremur hringjum frá marki.

„Um þessar mundir hefur Massa yfirhöndina gegn Räikkönen hvað akstursgetu varðar,“ segir Lauda. Og bætir við að meistarinn sé „greinilega ekki“ að verja titil sinn af grimmd.

Lauda varð heimsmeistari á Ferraribíl 1975 og 1977.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert