Massa hreppti ráspólinn

Felipe Massa
Felipe Massa reuters

Felipe Massa hjá Ferr­ari hreppti rá­spól Evr­ópukapp­akst­urs­ins í Valencia á Spáni rétt í þessu. Fyr­ir lokalot­una leit út fyr­ir að rás­röðin yrði afar óvenju­leg en í þriðju og síðustu lotu náðu topp­menn­irn­ir sér loks á strik.

Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en varð ann­ar, Robert Ku­bica hjá BMW þriðji  og Kimi Räikkkön­en hjá Ferr­ari fjórði. Heikki Kovalain­en hjá McLar­en varð svo fimmti.

Árang­ur ökuþóra Toro Rosso kem­ur á óvart. Báðir komust í lokalot­una og er það í fyrsta sinn á ferl­in­um sem Sebastien Bour­da­is nær þangað. Hann varð að lok­um tí­undi en Sebastian Vettel gerði bet­ur og varð sjötti. Vettel var maður annarr­ar lotu því þá setti hann besta braut­ar­tím­ann.

Öku­menn móðurliðsins, Red Bull, sátu eft­ir. Dav­id Coult­h­ard var sleg­inn út í fyrstu lotu og Mark Webber í ann­arri. Þar enduðu draum­ar Fern­ando Alon­so hjá Renault einnig. Eft­ir góða fyrstu lotu þar sem hann setti fjórða besta tím­ann gerði hann mis­tök í tíma­tilraun sinni og varð aðeins 12. að lok­inni ann­arri lotu og þar með úr leik.

Langt er síðan Renault hef­ur ekki átt einn mann eða tvo meðal tíu fremstu. Nel­son Piqu­et stóð sig einnig illa og varð 15.

Hondaliðið gerði sér mikl­ar von­ir fyr­ir mótið en beið nokkuð skip­brot í tíma­tök­un­um þar sem Jen­son Butt­on og Ru­bens Barrichello féllu báðir út í fyrstu lotu.

Niðurstaðan - og þar með rás­röðin á morg­un - varð ann­ars sem hér seg­ir:

Röð Ökuþór Bíll Lota 1 Lota 2 Lota 3 Hri.
1. Massa Ferr­ari 1:38.176 1:37.859 1:38.989 19
2. Hamilt­on McLar­en 1:38.464 1:37.954 1:39.199 15
3. Ku­bica BMW 1:38.347 1:38.050 1:39.392 18
4. Räikkön­en Ferr­ari 1:38.703 1:38.229 1:39.488 21
5. Kovalain­en McLar­en 1:38.656 1:38.120 1:39.937 18
6. Vettel Toro Rosso 1:38.141 1:37.842 1:40.142 19
7. Trulli Toyota 1:37.948 1:37.928 1:40.309 21
8. Heidfeld BMW 1:38.738 1:37.859 1:40.631 19
9. Ros­berg Williams 1:38.595 1:38.336 1:40.721 18
10. Bour­da­is Toro Rosso 1:38.622 1:38.417 1:40.750 18
11. Nakajima Williams 1:38.667 1:38.428 15
12. Alon­so Renault 1:38.268 1:38.435 12
13. Glock Toyota 1:38.532 1:38.499 14
14. Webber Red Bull 1:38.559 1:38.515 15
15. Piqu­et Renault 1:38.787 1:38.744 15
16. Butt­on Honda 1:38.880 6
17. Coult­h­ard Red Bull 1:39.235 9
18. Fisichella Force India 1:39.268 10
19. Barrichello Honda 1:39.811 10
20. Su­til Force India 1:39.943 9
Alonso og Vettel í tímatökunum í Valencia.
Alon­so og Vettel í tíma­tök­un­um í Valencia. ap
Þrír fremstu á rásmarki (f.v.): Hamilton, Massa og Kubica.
Þrír fremstu á rásmarki (f.v.): Hamilt­on, Massa og Ku­bica. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert