Kubica: Massa líklegastur til að verða heimsmeistari

Robert Ku­bica hjá BMW er á því að Felipe Massa hjá Ferr­ari sé lík­leg­ast­ur til að vinna heims­meist­ara­titil ökuþóra í ár. Þá álykt­un dreg­ur hann af kröft­ugri frammistöðu Massa í und­an­förn­um mót­um.

Massa er í öðru sæti í stiga­keppn­inni sem stend­ur, sex stig­um á eft­ir Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en. Ku­bica er í fjórða sæti, níu á eft­ir Massa.  Ferr­ariþór­inn hef­ur unnið jafn mörg mót í ár og Hamilt­on, eða fjög­ur, og er einn af sig­ur­strang­leg­ustu fyr­ir kapp­akst­ur helgar­inn­ar í Spa-Francorchamps í Belg­íu.

Massa drottnaði í síðasta móti, Evr­ópukapp­akstr­in­um í Valencia á Spáni; hóf keppni af rá­spól og setti hraðasta hring dags­ins. Mótið þar áður var hann einnig á góðri leið með að vinna með yf­ir­burðum er mótor­inn bilaði þrem­ur hringj­um frá enda­marki.

Það er þessi kröft­uga frammistaða sem verður til þess að Ku­bica tel­ur Massa sig­ur­strang­leg­ast­an í titil­keppn­inni.

Pól­verj­inn seg­ir að vegna mis­jafnr­ar frammistöðu á und­an­förn­um árum og slæmr­ar byrj­un­ar á vertíðinni í ár,  sé Massa að ein­hverju leyti van­met­inn sem ökumaður. Hon­um hafi hins veg­ar farið gríðarlega fram og hann standi sig stór­vel.

„Fæst­ir gera sér í raun grein fyr­ir hversu vel hann stend­ur sig. Þeir dvelja enn við at­vik þar sem hon­um urðu á mis­tök og það er erfitt að fá fólk til að skipta um skoðun þegar eitt­hvað hef­ur greipst inn hjá því.

„Vissu­lega gerði hann mikið af mis­tök­um áður og í byrj­un árs­ins. En í und­an­farið hef­ur hann staðið sig mjög vel, er hraðskreiður, mjög stöðugur bæði í tíma­tök­um og keppni. Ég held hann hafi því allt til brunns að bera til að keppa um titil­inn og ef til vill vinna hann,“ seg­ir Ku­bica.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert