Räikkönen heldur í sigurvon

Bremsurnar grípa full hart hjá Räikkönen í Spa í dag.
Bremsurnar grípa full hart hjá Räikkönen í Spa í dag. reuters

Kimi Räikkönen hjá Ferrari segist ekki á því að sleppa voninni um sigur í belgíska kappakstrinum í Spa-Francorchamps á morgun þrátt fyrir hafa orðið fyrir vonbrigðum með árangur sinn í tímatökunum í dag.

Räikkönen hefur unnið síðustu þrjú mót í Spa í röð en hann leggur af stað á morgun í fjórða sæti. Hafði ekki hraða til að keppa um ráspólinn, þar rúmaði rúmlega hálfri sekúndu. Og þetta er fimmti kappaksturinn í röð þar sem hann nær ekki á fremstu rásröðina í tímatökum.

Hann sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með árangurinn en segist ekki gefa upp von um að sigra. „Ég gerði mistök sem kostuðu mig sæti framar á rásmarki. Ég er samt tiltölulega ánægður með bílinn sem lætur vel að stjórn.

Auðvitað er ég aðeins svekktur, fjórða sætið er ekki hið besta þegar maður ætlar að keppa til sigurs. En það þýðir þó ekki að ég hafi gefið upp von. Við vitum að mikið býr í bílnum í keppni,“ sagði heimsmeistarinn.

Räikkönen í fyrstu beygju í Spa í dag.
Räikkönen í fyrstu beygju í Spa í dag. reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert